Nýr prestur á Selfoss

13. mars 2020

Nýr prestur á Selfoss

Í Selfosskirkju

Umsóknarfrestur um starf prests í Selfossprestakalli, Suðurprófastsdæmi rann út á miðnætti þann 6. febrúar. Alls sóttu sex um starfið.

Kjörnefnd kaus sr. Gunnar Jóhannesson til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hans.

Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er sr. Gunnar ráðinn ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Hver er presturinn? Sr. Gunnar er fæddur á Akranesi árið 1977. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1997 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2002. Hann lauk framhaldsnámi í guðfræði frá sama skóla árið 2012. Sr. Gunnar tók við embætti sóknarprests í Hofsóss – og Hólaprestakalli árið 2004 og gegndi því til ársins 2013. Þá þjónaði hann sem héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi frá september 2013 fram í maí 2014. Árið 2014 fluttist hann með fjölskyldu sinni til Noregs og þjónaði þar sem sóknarprestur í Ringebu í Hamarbiskupsdæmi fram til loka ágúst 2018. Frá september 2018 til 31. nóvember 2019 þjónaði hann sem settur prestur í Hveragerðisprestakalli og frá 1. desember 2019 hefur hann þjónað sem settur prestur í Selfossprestakalli. Sr. Gunnar er kvæntur Védísi Árnadóttur, kennara, og eiga þau fjögur börn.

Í Selfossprestakalli, eru fjórar sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Selfosssókn, Laugardælasókn, Hraungerðissókn og Villingaholtssókn. Selfossprestakall tilheyrir tveimur sveitafélögum, Árborg og Flóahreppi, með tæplega 10.800 íbúa, þar af 9.246 sóknarbörn. Í prestakallinu starfa sóknarprestur og prestur, auk þess sem héraðsprestur hefur starfað við prestakallið. Sóknarprestur og prestur skulu, undir forystu prófasts, skipta formlega með sér verkum.

hsh


Sr. Gunnar Jóhannesson
  • Biskup

  • Frétt

  • Kosningar

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Starf

  • Umsókn

  • Biskup

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls