Kirkjan á nýjum tíma

23. mars 2020

Kirkjan á nýjum tíma

Staðastaðarkirkja á Snæfellsnesi

Samkomubannið kallar á nýjar leiðir í starfi kirkjunnar og sýnir um þessar mundir að mikil gerjun er úti í mörgum söfnuðum. Þeir bregðast hratt og fagmannlega við breyttum aðstæðum og koma til móts við fólkið þar sem það er: heima.

Í gær mátti fylgjast með ýmsum útsendingum frá helgihaldi kirkjunnar.

Kirkjan.is gerði sitt besta og horfði á nokkrar útsendingar.

Sunnudagaskólinn heim var mjög vel heppnuð stund. Regína Ósk og Svenni hafa fína nærveru á skjánum. Sunnudagaskólinn.

Fossvogsprestakall var með útsendingu á barnamessu á föstudaginn og hana má sjá hér.

Helgistund var send út frá Akureyrarkirkju og Glerárkirkju í samvinnu prestanna þar, sr. Svavars Alfreðs Jónssonar, og sr. Sindra Geirs Óskarssonar. Það kom vel út og góð nýbreytni að sjá tveimur kirkjum slegið saman í eina. Hér má sjá hana. Það voru þau Valmar Väljaots og Margrét Árnadóttir sem sáu um tónlist - hún söng Dag í senn og Megi gæfan þig geyma.

Þá var sýnd helgistund frá Laugarneskirkju kl. 17.00 þar sem sr. Davíð Þór Jónsson, prédikaði. Elísabet Þórðardóttir lék á orgel og María Jónsdóttir söng. Sjá hér. 

Sr. Magnús Björn Björnsson og sr. Toshiki Toma sáu um stund í Breiðholtskirkju í gær síðdegis. Sjá hér.

Sr. Helga Kolbeinsdóttir hafði um hönd helgistund í Digraneskirkju og við orgelið var Lára Bryndís Eggertsdóttir. Lesarar voru Heiðrún Hlín Guðlaugsdóttir og Þórdís Klara Ágústsdóttir. Stundina má sjá hér.

Neskirkja var líka með sína útsendingu og þar flutti sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir hugleiðingu, sjá hér.

Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson, var með helgistund í Skálholtsdómkirkju og hana má sjá hér.

Ekki má gleyma útvarpsmessunni sem var kl. 11.00 og var útvarpað frá Vídalínskirkju. Útvarpsmessan er stærsta kirkja landsins - ef svo má segja. Þar var sr. Jón Hrönn Bolladóttir við þjónustu. Hér má hlusta á hana.

Grafarvogskirkja var einnig með helgistund 17. mars s.l. sem sr. Grétar Halldór Gunnarsson sjá má hér. Og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir var með bænastund í gær.

Þau í Seltjarnarneskirkju streymdu frá helgistund í gær og hana má sjá  hér – hún var í umsjón sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar og við orgelið var Friðrik Vignir Stefánsson - Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir. sá um söng. Seltirningar ætla að vera með streymi á miðvikudögum og sunnudögum meðan samkomubannið varir.

Eflaust munu þessum útsendingum fjölga og verður sérstaklega gaman að sjá sendingar utan af landi. Sr. Bryndís Svavarsdóttir, á Patreksfirði, hefur gert myndbönd eins og þetta þetta.

Eitt er sérstaklega skemmtilegt við þessar myndir og það er að sjá listaverkin í kirkjunum. Steindu gluggarnir til dæmis í Glerárkirkju nutu sín vel og eru mikil prýði - eins í Akureyrarkirkju. Og gaman að koma inn í kirkjurnar fyrir vestan hjá sr. Bryndísi.

Þá hefur sr. Gunnar Einar Steingrímsson sett á Facebókar-síðu Laufásprestakalls í Eyjarfirði hugleiðingar, hér má sjá þá nýjustu. 

Dalvíkingar létu ekki sitt eftir liggja. Sr. Jónína Ólafsdóttir sendi út bænastund frá Dalvíkurkirkju og sérstaka sendingu á Dvalarheimilið í bænum. Með henni voru þau Páll Barna Szabó, organisti, og Íris Hauksdóttir, söngkona. Sjá hér.

Þá mátti sjá á Facebook í gær sendingar frá nokkrum prestum sem voru með hugleiðingar, bæði að morgni dags hjá sr. Pálma Matthíassyni og að kvöldi dags hjá sr. Maríu Guðrúnar. Ágústsdóttur. Morgunstund sr. Pálma má sjá á heimasíðu Bústaðakirkju og kvöldorð sr. Maríu má sjá hér hér.

Margar þessara útsendinga eru á Facebókars-síðum kirknanna, eða heimasíðum, eða einka Facebókar-síðum prestanna. Nú væri lag að binda þetta fyrst og fremst við heimasíður kirknanna og/eða Facebókarsíður þeirra.

Æfingin skapar meistarann!

Kirkjan.is tekur fram að þessi listi er sennilega ekki tæmandi – ýmislegt gæti hafa flotið fram hjá. Þetta er fyrst og fremst dæmi um gróskumikið starf kirkjunnar á veirutímum. Breyttar aðstæður kalla á nýjar leiðir - og ný tækifæri. Tækifæri sem gott er að nýta.

hsh

 


  • Frétt

  • Guðfræði

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Menning

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls