Það sem gleður og styrkir
Þú átt sennilega nokkra geisladiska. Kannski heilan helling. Nú eru þeir að hverfa úr sögunni. Önnur tækni tekin við.
En....
Hefurðu ekki komið að hylkinu tómu?
Örugglega.
Diskurinn sem þú ætlar að hlusta á er ekki alltaf á sínum stað.
En hér er leið sem flýtir fyrir þér. Fjórir klassadiskar sem þú getur hlustað á í tölvunni þinni, símanum, æpaddinum...
Sálmar í gleði - lofgjörðarsálmar fluttir af Scola Cantorum og hljóðfæraleikurum. Stjórnandi er Hörður Áskelsson
Þennan geisladisk gaf Skálholtsútgáfan út á sínum tíma.
Þá er það Schola Cantorum sem flytur Sálmar á nýrri öld eftir Aðalstein Ásberg og Sigurð Flosason. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Svo er það Ellen Kristjánsdóttir með diskinn sinn: Sálmar.
(Ó, Jesús bróðir besti, og margir fleiri sálmar!)
Fús ég, Jesús, fylgi þér .... Þessi diskur var býsna vinsæll á sínum tíma.
Alls 37 sunnudagaskólalög sungin af sextán barnakórum.
Fyrir börn og fullorðna - upplagt að syngja saman með börnunum.
Skálholtsútgáfan gaf út.
hsh