Helgihald innanhúss
Kirkjan.is bendir á að á ferðalagi landsmanna innanhúss nú um stundir er gott að tylla sér niður á milli áfangastaða og hlusta á messur og helgistundir í sjónvarpi og útvarpi - og flestar í beinni útsendingu! Dagskráin er að vanda fjölbreytt og vönduð.
Útvarpsmessa verður frá Langholtskirkju 9. apríl, skírdag kl. 11.00. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Magnús Ragnarsson. Kór Langholtskirkju syngur.
Föstudaginn langa, 10. apríl, verður útvarpað frá guðsþjónustu í Hallgrímskirkju kl. 11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti og kórstjóri: Björn Steinar Sólbergsson. Kór: Schola Cantorum. Einsöngvari: Hildigunnur Einarsdóttir.
Á páskadag, 12. apríl, verður sjónvarpað og útvarpað guðsþjónustu frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 11.00. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Organisti: Kári Þormar og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur.
Og tónlistin er í höndum margra listamanna, kórinn Hymnodía syngur og einsöngvari er Margrét Árnadóttir Organistar: Valmar Väljaot, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Eyþór Ingi.
Kirkjan.is bendir jafnframt á að margir söfnuðir verða með streymi á helgihaldi um bænadaga og páska á heimasíðum kirkna sinna sem og á Facebókarsíðum. Enda heldur kirkjan sig innanhúss að þessu sinni og vonast til þess að landsmenn geri það líka; og tekur hjartanlega undir með þeim Ölmu landlækni og Þórólfi sóttvarnalækni að efla skuli lýðheilsu og sálarfrið!
hsh