Árla að gröfinni...

11. apríl 2020

Árla að gröfinni...

Hann er upp risinn... Markúsarguðspjall 16.6 - Seltjarnarneskirkja

Skoðið heimasíður og Facebókaríður kirknanna! Það verður ekkert lát á streymi frá kirkjum landsins á morgun, sjálfan páskadag. Sem fyrr eru lesendur á kirkjan.is hvattir til að skoða heimasíður kirkna sinna sem og Facebókarsíður. Þar er allar upplýsingar um helgihald að finna.

Hér verður sagt frá helgihaldi á fáeinum stöðum. Sumir söfnuðir hafa haft samband við kirkjan.is til að greina frá því með hvaða hætti helgihaldið verður í þessum breyttu samfélagsaðstæðum sem samkomubann leiðir af sér. 

Víða er venja að guðsþjónusta páskum hefjist kl. 8.00 að morgni og farið að fordæmi kvennanna er komu árla dags að gröf frelsarans.

Seltjarnarneskirkja – sr. Bjarni Þór Bjarnason sér um hátíðarhelgistund sem hefst kl. 8.00. Friðrik Vignir Stefánsson verður við orgelið, Eygló Rúnarsdóttir syngur. Atli Guðlaugsson leikur á trompet. Streymt verður á Facebókarsíðu kirkjunnar.

Vídalínskirkja – sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Henning Emil Magnússon þjóna fyrir altari. Þorsteinn Bachmann, leikari, les guðspjallið. Við orgelið verður Jóhann Baldvinsson, þær Erla Björg og Særún syngja. Streymt verður þaðan kl. 8.00 í fyrramálið og það má sjá hér. Þá mun verða stutt og sérstök helgistund við Ísafold, hjúkrunarheimili í Garðasókn kl. 14.00, sem sagt verður nánar frá hér á kirkjan.is á morgun. 

Lágafellskirkja – streymt verður kl. 8.00 og það er sr. Ragnheiður Jónsdóttir sem leiðir helgihaldið og organisti er Þórður Sigurðarson. Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu. Stjórn upptöku: Berglind Hönnudóttir. Eftirvinnsla: Þórður Sigurðarson. Sjá hér.

Ástjarnarkirkja – páskastund kl. 8.00, sr. Bolli Þór Bollason sér um hana en tónlistin er í höndum Svavars Knúts Kristinssonar. Hljóð, upptaka og mynd: Eðvald Sævarsson. Sjá hér.

Dómkirkjan í Reykjavík kl. 11. 00: Sjónvarpað og útvarpað guðsþjónustu. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Organisti: Kári Þormar og Kammerkór Dómkirkjunnar syngur.

Akureyri og nágrenni Sjónvarpsstöðin N4 verður með guðsþjónustu í beinni útsendingu á páskadag, 12. apríl, kl. 14.00. Guðsþjónustan er tekin upp í Akureyrarkirkju en myndskot koma frá öðrum kirkjum. Þrjár konur prédika við guðsþjónustuna, þær: sr. Hildur Eir Bolladóttir, sr. Jóhanna Gísladóttir, og sr. Stefanía Steinsdóttir. Prédikunarefnið: Þrjár konur komu að gröfinni á páskadagsmorgni – þrenn lífsgildi komu að gröf Jesú á páskadagsmorgni: Kærleikur, umhyggja, hugrekki. Sr. Svavar Alfreð Jónsson, þjónar fyrir altari. Sr. Sindri Geir Óskarsson og sr. Gunnar Einar Steingrímsson, þjóna líka í guðsþjónustunni. Um ritningarlestra sér Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni. Meðhjálpari er Aníta Jónsdóttir.

Þingvellir Sú helgistund sem sker sig úr er án efa útiguðsþjónusta austan við Þingvallakirkju við sólarupprás í fyrramálið, um kl. 5.50. Sólarupprásin er áætluð um kl. 6.15 og verður sungið þangað til geislar sólar ná yfir Hrafnabjörgin. Björg Þórhallsdóttir, söngkona, leiðir söng og Hilmar Örn Agnarsson leikur á ferðaharmóníum. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, þjónar og prédikar. Að þessu sinni er ekki verið að kalla á fólk til guðsþjónustu heldur er hvatt til að hver og einn taki þátt í helgihaldinu heima, í bústað, eða úti í náttúrunni. Horfi til austurs á sína eigin árdagssól með snjallsíma í hönd. Hér má sjá útsendinguna.

Sem fyrr segir er þetta alls ekki tæmandi upptalning. Ljóst er að með lengingu samkomubanns verður kirkjan.is að hafa sérstakan helgihaldsdálk til að koma til móts við söfnuði landsins.

hsh
  • Frétt

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Trúin

  • Samfélag

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls