Enn af Dönum

14. apríl 2020

Enn af Dönum

Séra Anders Gadegaard heilsar upp á „sjálfu“-söfnuðuðinn í dómkirkju Kaupamannahafnar - Mynd: Kristeligt Dagblad

Dómprófasturinn í Kaupmannahöfn, séra Anders Gadegaard, fékk hugmynd frá ítölskum starfsfélaga sínum, séra Don Giuseppte Corbari frá Lombardihéraðinu, um það hvernig hægt væri að bregðast við því þegar söfnuðurinn gæti ekki sótt kirkju vegna kórónuveirunnar. Hann lét þau boð út ganga hvort fólk vildi ekki senda þeim í Vor frúar dómkirkju (Vor Frue Kirke), sjálfu. Ekki stóð á viðbrögðunum. Sjálfurnar streymdu inn – þær voru prentaðar út og þeim raðað í bekkina í kirkjunni. Síðan hafði hann um hönd helgistund á skírdag sem var streymt og þar trónuðu sjálfurnar á bekkjum. Það var vitaskuld hljóður og prúður hópur, karlar og konur. Eflaust hefur margur fylgst með streyminu að heiman frá sér og notið þessarar sérstöku helgu stundar.

Þetta var táknrænt. Kannski gjörningur? Sýnir mikinn sveigjanleika í kirkjustarfi og hugmyndakraft – hvernig nútímatækni er notuð í aðstæðum sem með vissum hætti gefa fólki örlitla nasasjón af lífi fólks fyrr á öldum þegar lítið var hægt að ferðast um og hver var sæll í sinni sveit og bæ – eða þannig. En þó með allt öðrum hætti.

Annars er það um þennan séra Anders Gadegaard að segja að í fyrra kom út bók eftir hann sem heitir: Tro mod politik – Kristne værdier- byggesten til en politisk etik.

Trú og pólitík Bókin geymir ellefu prédikanir eftir hann þar sem ofið er saman trú, hugrekki og pólitík. Það er ekkert launungamál að í prédikunum sínar tekur hann pólitíska afstöðu út frá kristnum grunni. Hann fer yfir svið samfélagsins sem er mótað af smáu sem stóru af pólitík og bregður upp skæru ljósi sem sækir orku sína í hinn kristna boðskap. Kristinn siðaboðskapur hefur aldrei sem nú átt brýnna erindi til fólks og samfélaga að mati hans. Hann vitnar í hinn kunna heimspeking, Hannah Arendt (1906-1975), þar sem hún segir: „Við verðum að skilja póltík sem annað og meira en kalda valdabaráttu, skilja hana líka sem samtal í hinu opinbera rými um það sem kemur okkur sameiginlega að bestum notum.“ Eins vitnar hann í Vaclav Havel (1936-2011), sem sagði að pólitík snérist um „umhyggju fyrir náunganum sem byggðist á eðlislægri mannúð og mælikvarða mannsins.“

Það er danska forlagið Eksitstencen sem gefur út bókina sem og margar áhugaverðar um kirkju- og guðfræðileg málefni, sjá heimasíðu þess hér.

hsh/Kristeligt Dagblad


Sr. Ander Gadegaard blessar „sjálfu“-söfnuðinn


Ítalski klerkurinn sem gaf þeim danska hugmyndina um „sjálfu“-söfnuðinn,
séra Don Giuseppte Corbari frá Lombardihéraðinu - sjálfurnar á bekkjunum

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls