Syngjandi sumarkveðja
Þá kemur annað sumarmyndbandið af ellefu sem sent er í gegnum vef kirkjunnar.
Sálmurinn Allt hið fagra foldarskraut er mjög þekktur, sérstaklega á Bretlandseyjum. Frumtextinn, All Things Bright and Beautiful, er eftir skáldkonuna Cecil Frances Alexander (1818-1895) og birtist fyrst árið 1848 í bókinni „Sálmar fyrir börn“.
Laglínan er talin eiga uppruna sinn í enskum sveitadansi frá 17. öld, en höfundur lagsins er skráður William Henry Monk (1823-1889) sem hefur samið fleiri mjög þekkt sálmalög.
Sálmurinn er sérstakur að því leyti að meginstef hans er alltaf sungið sem viðlag milli allra sex erinda sálmsins. Sálmurinn er lofgjörð til allrar sköpunarinnar, dýra, náttúru og fólks. Þýðing sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar var frumflutt í vormessu í Seltjarnarneskirkju í maí 2016. Þýðing hans er einstaklega falleg og rennur vel í einfaldleika sínum og dýpt.
Sálmarnir ellefu sem hér eru kynntir fram til 4. maí hafa allir verið valdir í sálmabók kirkjunnar sem væntanleg er á þessu ári, og eru þeir meðal nýs efnis bókarinnar.
Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, og sálmabókarnefnd, völdu sálmana ellefu, sem ekki hafa birst áður í sálmabókum; ný íslensk lög og textar, ný lög við eldri sálma, nýjar þýðingar við þekkt erlend sálmalög, sálmar sem hafa fengið ný og söngvænni lög, sumarsálmar, nýr skírnarsálmur, sálmur um ábyrgð okkar á jörð og umhverfi svo nokkuð sé nefnt.
Flytjendur:
Félagar í Barbörukór Hafnarfjarðarkirkju:
Hulda Dögg Proppé,
Hugi Jónsson,
Þórunn Vala Valdimarsdóttir
Organisti: Guðmundur Sigurðsson
Upptaka í Hafnarfjarðarkirkju. Upptökustjórn: Friðjón Jónsson
hsh/mb
Allt hið fagra foldarskraut
Lag: William H. Monk
Texti: Kristján Valur Ingólfsson
Allt hið fagra foldarskraut,
allt fólk og dýr og lönd,
allt sem skapar góður Guð
er geymt í Drottins hönd.
hann fegrar urð og mel
og lætur lóur syngja
og ljær þeim væng og stél.
Allt hið fagra ...
hjá bunulækog tjörn
þá sólin sest í æginn
og sofna lítil börn.
Allt hið fagra ...
með höfuð undir væng
og litlir hvuttar lúra
á lágum beð með sæng.
Allt hið fagra ...
og vorsins milda blæ,
í grænum gróðri jarðar
og gullslit yfir sæ.
Allt hið fagra ...
og lækjarbrekkum smá,
þar kroppa lömb og kálfar
og kisi horfir á.
Allt hið fagra ...
og orð sem lofgjörð tjá,
jafnt dýr og börn hann blessar
og býr þeim skjól sér hjá.
Allt hið fagra …