Syngjandi sumarkveðja
Þá kemur þriðja sumarmyndbandið af ellefu sem sent er í gegnum vef kirkjunnar.
Lag Sigurðar Sævarssonar, tónskálds og skólastjóra Nýja tónlistarskólans, er tekið úr Hallgrímspassíu hans sem frumflutt var á föstudaginn langa árið 2007, í Hallgrímskirkju. Passían er tileinkuð minningu afa hans, Skúla Oddleifssonar (1900-1989), en Passíusálmarnir voru honum sérlega hjartfólgnir allt til hinstu stundar.
Í nýrri sálmabók verða fimm erindi úr 4. Passíusálmi sr. Hallgríms Péturssonar sungin við þetta lag Sigurðar.
Séra Hallgrímur Pétursson (1614-1674) er talinn hafa ort Passíusálmana á árunum 1656-1659.
Sálmarnir ellefu sem hér eru kynntir fram til 4. maí hafa allir verið valdir í sálmabók kirkjunnar sem væntanleg er á þessu ári, og eru þeir meðal nýs efnis bókarinnar.
Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, og sálmabókarnefnd, völdu sálmana ellefu, sem ekki hafa birst áður í sálmabókum; ný íslensk lög og textar, ný lög við eldri sálma, nýjar þýðingar við þekkt erlend sálmalög, sálmar sem hafa fengið ný og söngvænni lög, sumarsálmar, nýr skírnarsálmur, sálmur um ábyrgð okkar á jörð og umhverfi svo nokkuð sé nefnt.
Flytjendur:
Félagar í Barbörukór Hafnarfjarðarkirkju:
Hulda Dögg Proppé,
Hugi Jónsson,
Þórunn Vala Valdimarsdóttir
Organisti: Guðmundur Sigurðsson
Upptaka í Hafnarfjarðarkirkju. Upptökustjórn: Friðjón Jónsson
hsh/mb
Næturhvíldin mín náttúrlig
Lag: Sigurður Sævarsson
Texti: Hallgrímur Pétursson
nóg er mér trygg þá veit ég þig
hjá mér vaka til hjálpræðis.
Hvert kveld vil ég þig biðja þess.
frelsari minn, að vaka þér hjá.
Andinn til reiðu er í stað,
of mjög holdið forhindrar það.
ljúfi Jesú, að benda mér.
Hugsi til mín þitt hjartað milt,
hirtu mig líka sem þú vilt.
Jesús unnti með ljúfri lund
lærisveinum að hvíla' um stund
því hann vorkenndi þeim og mér.
Það eitt mín blessuð huggun er.
Vaktu, minn Jesú, vaktu' í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
Steindur gluggi í Bessastaðakirkju. Séra Hallgrímur Pétursson - þjóðin les sálmana.
Gluggann gerði Guðmundur Einarsson frá Miðdal