Fundað í 205 ár

27. maí 2020

Fundað í 205 ár

Lindakirkja - þar verður aðalfundur HÍB haldinn - kirkjan vígð 2008

Hið íslenska biblíufélag heldur aðalfund sinn á morgun, fimmtudaginn 28. maí, í Lindakirkju, Kópavogi, kl. 16.30.

Þau sem óska eftir því að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað eru beðin um að láta vita af því með því að senda tölvuskeyti á hib@biblian.is fyrir hádegi á morgun svo hægt sé að ganga frá þeim málum.

Tilgangur félagsins er halda utan um þýðingu, útgáfu, útbreiðslu og notkun Biblíunnar. Félagið gefur út blaðið B+.

Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.

Hlutverk félagsins Hið íslenska biblíufélag er mikilvægt félag fyrir kirkju, kristni og íslenska menningu. Það skiptir sköpun að haldið sé utan um þýðingu og útgáfu á Biblíunni. Sagan hefur svo sannarlega sýnt að þar duga engin vettlingatök. Bæði er útgáfan fjárfrek og hún er mikið nákvæmnisverk. Biblían þarf að vera til á vönduðu og góðu máli sem hver kynslóð skilur til þess að boðskapur hennar geti fest rætur.

Biblían 2007 er fyrsta útgáfa á Biblíu 21. aldarinnar. Ekki er ólíklegt að það þurfi að fara að leggja drög að nýrri þýðingu og útgáfu vegna þess að slíkt verk tekur drjúgan tíma og ekki má flýta sér um of í því.

Biblían á appinu (Biblíuappið) er það nýjasta sem Hið íslenska biblíufélag hefur staðið fyrir og er það til mikillar fyrirmyndar. Þau sem hafa notað það eru himinlifandi í orðsins fyllstu merkingu sem og biblíulegri. Hvað er betra svo dæmi sé tekið en að taka upp snjallsímann í strætó eða annars staðar og fletta upp í Biblíunni? Eða hlusta á góðan lestur upp úr henni?

Hið íslenska biblíufélag er elsta starfandi félag á landinu, stofnað 10. júlí 1815. Hér má sjá heimasíðu félagsins.

Stjórn Hins íslenska biblíufélags
Forseti, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir, lögfræðingur
Fjalar Freyr Einarsson, kennari, aga- og uppeldisráðgjafi
Dr. Grétar Halldór Gunnarsson, prestur
Sr. Guðni Már Harðarson, prestur
Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur
Kristján Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Sr. Sveinn Valgeirsson, prestur.

Íslenskar biblíuútgáfur 

Guðbrandsbiblía 1584
Þorláksbiblía 1644
Steinsbiblía 1728 
Vajsenhússbiblía 1747
Hendersonbiblía 1813
Viðeyjar- og Reykjavíkurbiblía 1841 og 1859
Lundúnabiblían 1866
Biblían 1912/1914
Biblían 1981
Biblían 2007.

Biblían 2007 á netinu

- Og svo er náttúrlega Biblíuappið!

Frægustu prentvillu í íslenskri biblíuútgáfu er að finna í Hendersonbiblíunni sem gefin var út árið 1813 en þar slæddist meinleg prentvilla inn á sjö stöðum og fékk útgáfan uppnefni sitt af því sem glöggir lesendur átta sig á:



Slíkt má aldrei henda aftur og sýnir enn og aftur að biblíuútgáfa er mikið nákvæmnis- og vandaverk.

hsh

Kynningarmyndband Hins íslenska biblíufélags: 

 

  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls