Í Laugarnesinu

1. júní 2020

Í Laugarnesinu

Einbeittir klerkar í Laugarnesinu - Arngrímur Sigmarsson tók myndina

Í gær var útihelgistund um miðnætti í tóftum hinnar fornu Laugarneskirkju – þær eru við mót Sæbrautar og Klettagarða.

Þar stóð kirkja frá þrettándu öld og var lengi annexía frá Seltjarnarnesi, helguð Guði, Maríu, Pétri, Nikulási, Urbanusi og sælli Margréti.

Í Laugarnesi var biskupssetur í tíð Steingríms Jónssonar sem varð biskup 1824. Flutti hann í Laugarnes 1826 og eftirmaður hans sat þar til 1856. Biskupssetrið var kallað Laugarnesstofa og stóð skammt sunnan við þar sem nú er listasafn Sigurjóns Ólafssonar, myndhöggvara.

Laugarneskirkja hin gamla var aftekin vorið 1794 og sóknin sameinuð Dómkirkjusókninni. Ný kirkja var svo vígð árið 1949 og sérstakt prestakall stofnað, Laugarnesprestakall.

Helg stund á sögustað Útihelgihaldið gekk vel fyrir sig að sögn sr. Hjalta Jóns Sverrissonar en hann og sóknarpresturinn sr. Davíð Þór Jónsson sáu um það. Þetta var í annað sinn sem þeir félagar hafa þar um hönd helgihald.

„Stundin var nærandi og góð,“ sagði sr. Hjalti Jón og var hún vel sótt. „Þetta var fyrsta guðsþjónustan okkar sem er ekki í útvarpi eða í gegnum streymi eftir samkomubann.“ Hann segir að það hafi hellirignt fyrsta kortérið en svo stytti upp og klerkar gátu þá hafið hljóðfæraslátt og prédikað.

Og altaristaflan? Hún getur vart verið fallegri, Esjan og sundin blá.

Hvítasunnudagur, dagur og hátíð andans, er talinn vera stofndagur kristinnar kirkju og því vel við hæfi að minnast fornra kirkjustaða í borg og sveit með því að efna þar til helgihalds.

hsh


  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls