Tímamótasamningur

17. júní 2020

Tímamótasamningur

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir og Guðrún Björk Bjarnadóttir

Í gær var undirritaður samningur milli þjóðkirkjunnar og STEFs sem markar tímamót.

Það voru þær sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, sem tóku sér sjálfblekung í hönd á Biskupsstofu í Katrínartúni 4, og undirrituðu samninginn með gleðisvip eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Enda gleðileg tímamót þar sem þessi samningur er annars vegar að mati þeirra er að honum standa.

Samningurinn var samþykktur á fundi kirkjuráðs fyrir nokkru og lýtur að því að greiða rétthöfum fyrir notkun tónlistar í öllu helgihaldi kirkjunnar. En tónlist nýtur höfundarréttar og greiðslu samkvæmt alþjóðlegum samnningum í 70 ár eftir dauða höfundar.

Það voru þær Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, og Ragnhildur Benediktsdóttir, lögfræðingur, sem unnu að samningsgerðinni fyrir hönd kirkjunnar.

Nýjar reglur í stað gamalla Forsaga þessa máls er sú að reglur mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 1974 um þóknun til höfunda vegna flutnings tónverka við guðsþjónustur og aðrar kirkjulegar athafnir voru felldar niður. Nýjar reglur voru settar og veitti þá ráðuneytið STEFi og þjóðkirkjunni heimild til að ganga til samninga um sömu efnisþætti.


Greiðsla kirkjunnar til STEFs fyrir tónlistarnotkun er rúmlega þrettán milljónir króna árlega og er þá búið að greiða fyrir flutning tónlistar í messum, útförum og brúðkaupum, auk alls annars auglýsts safnaðarstarfs, alls um 8000 athafnir á ári.

Á móti stofnar STEF með kirkjunni nýjan og öflugan tónlistarsjóð (öflugri sjóð en þann sem fyrir er eða semsé Tónmenntasjóð), og lætur renna 20% af greiðslum kirkjunnar í sjóðinn. Hlutverk sjóðsins verður að styðja vöxt og viðgang kirkjutónlistarinnar.

Samningurinn nær þó ekki til tónleika sem haldnir eru á vegum þjóðkirkjunnar og þegar kirkjur eru leigðar til tónleikahalds.

Nýi sjóðurinn sem verður stofnaður samkvæmt samningnum mun heita Tónlistarsjóður þjóðkirkjunnar og STEFs. Sjóðnum verður sett sérstök skipulagsskrá.

Samningurinn tók gildi við undirritun og er ótímabundinn en honum er hægt er að segja upp af hálfu hvors aðila með 6 mánaða uppsagnarfresti.

hsh

 

  • Frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls