Rödd kirkjunnar og flóttafólk
Fyrir alþingi liggur stjórnarfrumvarp um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra, sjá hér.
Ekki er ljóst hver afdrif stjórnarfrumvarpsins verða þar sem þingi lýkur innan nokkurra daga. Í gær var haft eftir Birgi Ármannssyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, að ekki væri útlit fyrir því að umrætt stjórnarfrumvarp fengi afgreiðslu á þessu þingi.
Samkvæmt venju eru þingmál send til fjölda stofnana til umsagnar en í raun geta allir sem vilja sent inn umsagnir um einstök mál og tjáð skoðun sína.
Mörg samtök og hópar höfðu sitthvað við stjórnarfrumvarpið að athuga. Má þar nefna Barnaheill, Kvenréttindafélag Íslands, Rauða kross Íslands, Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og starfshóp þjóðkirkjunnar um málefni flóttafólks.
Greinargerð starfshóps þjóðkirkjunnar er vönduð og rökföst. Hópurinn gerir ýmsar alvarlegar athugasemdir við stjórnarfrumvarpið. Hér er öll greinargerðin.
Í inngangsorðum sínum segir hópurinn:
Hópnum finnst stjórnarfrumvarpið skjóta skökku við ágæta framgöngu stjórnvalda sem hann telur hafa komið fram þegar horft væri til viðbragða við kórónuveirufaraldrinum. Þar hafi mannúð, mannvirðing og miskunnsemi, verið í fyrirrúmi. Stjórnarfrumvarpið beri hins með sér í mörgum greinum skort á mannréttindum útlendinga sem koma til landsins.
Þegar gerðar eru athugasemdir við þingmál verða þær að skoðast í heildarsamhengi málsins. Það gerir starfshópurinn þjóðkirkjunnar með ágætum en þrátt fyrir það getur verið erfitt að gera grein fyrir þeim í stuttu máli. Þess vegna er áhugasömum lesendum ráðlagt að bera saman stjórnarfrumvarpið og athugasemdir starfshópsins – sem og annarra er gera athugasemdir ef áhugi er mikill og tími vinnst til.
Í athugasemdum starfshóps kirkjunnar koma fram með skýrum hætti siðferðisviðhorf á kristnum grunni. Hópurinn staðhæfir til að mynda að breyting á 33. gr. frumvarps um útlendinga þar sem Útlendingastofnun sé heimilað:
Og afleiðingarnar séu:
Það kemur glögglega fram hjá starfshópnum að þau þekkja málaflokkinn afar vel og í raun frá allt öðru sjónarhorni heldur en yfirvöld eða í gegnum starf á vettvangi – eða með öðrum orðum: á þjónustuvettvangi kirkjunnar. Þetta kemur í ljós í umfjöllun þeirra:
Þess vegna er gagnrýni þeirra afar ákveðin og byggir á kristnum kærleika andspænis einbeittum vilja yfirvalda um að draga úr fjölgun umsókna og að beita Dyflinnarreglugerðinni þegar þess er kostur. Hópurinn er ekki í vafa um að stjórnvöld hljóti að hafa upplýsingar um aðstæður flóttafólks í löndum á borð við Grikkland, Ítalíu, Ungverjarlandi eða Búlgaríu – og ályktar svo:
Þau telja að ekki sé hægt að sætta sig við slík vinnubrögð og:
Starfshópurinn gerir athugasemd við þá grein frumvarpsins sem hljóðar svo:
Þessi lagagrein er skólabókadæmi fyrir venjulegan lesanda sem botnar lítið í henni einni og sér. Hér þyrfti nokkrar pælingar til að átta sig á því um hvað þetta snýst. Lagavangaveltur sem ekki eru á færi allra – skoða tilgreindar lagagreinar og bera saman. Skoða líka athugasemdina við breytingartillöguna í frumvarpinu sjálfu. Starfshópurinn kemur að kjarna málsins sem er sá að breyting þessi snýst um (það sem almennum lesanda datt kannski síst í hug): takmörkun á fjölskyldusameiningu. Og hann setur þetta í kristilegt samhengi eins og vera ber:
Og þau spyrja: Er þetta nauðsynlegt?
Þau benda á að skilgreiningar á fjölskyldutengslum nánustu fjölskyldu geti verið verið ólíkar.
Í lokin víkur hópurinn að Dyflinnarreglugerðinni og segir:
Starfshópur þjóðkirkjunnar um málefni flóttafólks hefur komið vönduðum og vel rökstuddum athugasemdum sínum til skila um mikilvægan málaflokk svo eftir er tekið.
Í starfshópnum eru þau: sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, sr. Hjalti Jón Sverrisson, dr. Kjartan Jónsson, sr. Magnús Björn Björnsson, og sr. Toshiki Toma.
hsh