Gott samstarf

24. júní 2020

Gott samstarf

Ánægjuleg stund - dr. Rúnar Már og sr. Agnes, biskup, rita undir

Í dag undirrituðu biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, og dr. Rúnar Már Þorsteinsson, prófessor og forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands, samstarfssamning milli deildarinnar annars vegar og biskupsembættisins hins vegar.

Markmið samstarfssamningsins er að efla starfsmenntun og starfsþjálfun svo að hvorttveggja nýtist sem best, prestum, djáknum og eftir atvikum öðru starfsfólki þjóðkirkjunnar. Í starfsmenntun er meðal annars fólgið nám til mag.theol. prófs, djáknanám og símenntun.

Lektor í kennimannlegum fræðum Biskup Íslands kostar samkvæmt samstarfssamningnum að hálfu stöðu lektors við Háskóla Íslands fyrir starfsmenntun prests- og djáknaefni. Staða lektorsins er auðkennd kennimannlegri guðfræði en innan hennar eru námsgreinar sem fjalla um helgisiði- og sálma, sálgæslu, prédikunarfræði, safnaðarguðfræði og kærleiksþjónustu ásamt fleiri námskeiðum sem miða að því að efla hæfni fyrir störf innan þjóðkirkjunnar. Þá skal kennsla lektorsins, eftir því sem við á, unnin í samstarfi við Tónskóla þjóðkirkjunnar og söngmálastjóra þjóðkirkjunnar.

Með samningnum eru tengsl milli Guðfræði- og trúarbragðafræðideildarinnar og þjóðkirkjunnar styrkt en þau hafa verið með ágætum.

Starfsþjálfun prests- og djáknaefna er hins vegar í umsjón þjóðkirkjunnar.

Fjögurra manna stýrihópur hefur verið skipaður til að fylgja samningnum eftir og sjá um framkvæmd hans. Í honum eru þær dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor, og eru þær fulltrúar Guðfræði- og trúarbragðadeildar H.Í., en fulltrúar biskups Íslands eru þær sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni. 

Samstarfssamningurinn gildir í þrjú ár og um er að ræða endurnýjun á fyrri samningi með breytingum.

hsh


Frá vinstri: Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari, dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor, 
dr. Rúnar Már Þorsteinsson, prófessor, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, 
Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur í Hallgrímskirkju. 

Þær dr. Arnfríður, Ragnheiður, sr. Irma Sjöfn eru í stýrihópnum og sömuleiðis
dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, sem var fjarverandi. 

 

 


  • Frétt

  • Guðfræði

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Viðburður

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls