Alþingi og kirkjumálin

1. júlí 2020

Alþingi og kirkjumálin

Dómkirkjan, harpa sr. Hallgríms Péturssonar, og AlþingishúsiðÍ gær voru kirkjumál til afgreiðslu á Alþingi. Samþykkt var stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997, og fleiri lögum um brottfall laga um kirkjumálasjóð í sambandi við viðbótarsamning íslenski ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 6. september 2019.

Frumvarpið (sjá hér ) var samið í dómsmálaráðuneytinu og flutt af dómsmálaráðherra.

Samþykkt kirkjuþings á viðbótarsamningi milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar í september í fyrra kallaði á lagabreytingar. Fyrst og fremst er um að ræða breytingu á greiðslufyrirkomulagi til þjóðkirkjunnar, nú mun ríkið inna af hendi eina greiðslu til þjóðkirkjunnar, árlega. Sjá samninginn og viljayfirlýsinguna hér.

Í greinargerð með frumvarpinu segir:

Úr greinargerð með frumvarpinu „Þar sem samningurinn (þ.e. viðbótarsamningurinn, innsk.) felur í sér að einfalda samskipti ríkis og kirkju og að íslenska ríkið skuli greiða þjóðkirkjunni tiltekna fjárhæð árlega í stað þess að greiða framlag sérstaklega vegna Kristnisjóðs, kirkjumálasjóðs og Jöfnunarsjóðs sókna, er óhjákvæmilegt að fella niður lagaákvæði sem eiga sérstaklega við um þessa sjóði. Er því lagt til að brott falli lög um kirkjumálasjóð, nr. 138/1993, sem og II. kafli laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, er hefur að geyma ákvæði um þann sjóð, og II. kafli laga um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, en hann fjallar um Jöfnunarsjóð sókna. Enn fremur er lagt til í samræmi við viljayfirlýsingu þá sem fylgdi viðbótarsamningnum að ákvæði um héraðssjóði, sem um getur í 31. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, falli brott. Frekari ákvæði um héraðssjóðina er ekki að finna í þeirri löggjöf. Það leiðir hins vegar af niðurfellingu þess ákvæðis að einnig er þörf á að fella niður ákvæði III. kafla laga um sóknargjöld o.fl., sem varðar héraðssjóði og framlög til þeirra. Í reglugerð um Jöfnunarsjóð sókna, nr. 206/1991, með síðari breytingum, er fjallað um þann sjóð og um héraðssjóði. Þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir að ákvæði um báða þessa sjóði falli brott mun reglugerð um Jöfnunarsjóð sókna ekki hafa lagastoð verði frumvarp þetta samþykkt og verður þá í samræmi við það stefnt að því að fella hana niður.“


Fram kemur í greinargerðinni með frumvarpinu, sjá  hérað lagabreytingarnar séu í fullu samræmi við stjórnarskrárákvæðið um að hin evangeliska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og skuli ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.

Þá segir að frumvarpið sé liður í að uppfylla viðbótarsamning milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 6. september 2019.

Nokkuð hefur verið rætt um 6. gr. frumvarpsins (nú laganna) þar sem kirkjugarðar munu hætta að greiða prestum fyrir útfarir, kistulagningar o.fl., er það í samræmi við viljayfirlýsingu með viðbótarsamningnum.

Ítrekað skal að kirkjujarðasamkomulagið frá 1997 heldur gildi sínu með þeim breytingum sem felast í viðbótarsamningnum.

Biskup Íslands sendi inn athugasemdir í maímánuði um frumvarpið, sjá hér.

Þar sem viðbótarsamningnum var ætlað að auka sjálfstæði kirkjunnar telur meirihluti allsherjarnefndar að það samrýmist ekki samningnum að málsmeðferð á kirkjulegum vettvangi lúti reglum stjórnsýslu:

Úr nefndaráliti frá meiri hluta allsherjar – og menntamálanefndar   
„Hvorki prestar né starfsfólk Biskupsstofu eru starfsmenn ríkisins og Ríkisendurskoðun endurskoðar ekki lengur fjármál Biskupsstofu og bókhald og launaumsýsla þjóðkirkjunnar hefur verið færð úr kerfum Fjársýslu ríkisins. Það samrýmist því ekki markmiðum viðbótarsamningsins að málsmeðferð á kirkjulegum vettvangi lúti reglum stjórnsýslulaga.“ Nánar hér.

Í umsögn biskups Íslands (sjá hérkom fram að það samrýmdist ekki vel samningsmarkmiðum  viðbótarsamningsins að stjórnsýslulög giltu áfram um starf kirkjunnar í ljósi breytinga en:

„Biskup telur hins vegar, að svo stöddu, ekki þörf á að afnema ákvæði í 13. gr. þjóðkirkjulaga sem fjalla um úrskurðarnefnd og áfrýjunarnefnd og þar sem vísað er í stjórnsýslulög hvað varðar málsmeðferð fyrir nefndunum og hæfi nefndarmanna.“

Semsé, 4. mgr. 26. gr. laga um stöðu stjórn og starfshætti hljóðaði svo en er nú felld úr gildi:

Um málsmeðferð í kirkjuráði, svo og meðal annarra kirkjulegra stjórnvalda, skal fylgt ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, eftir því sem við getur átt, leiði annað eigi af ákvæðum laga eða starfsreglna sem kirkjuþing setur skv. 59. gr. Hið sama á almennt við um sérstakt hæfi kirkjulegra stjórnvalda til meðferðar einstakra mála.

Heimildarákvæði til bráðabirgða

Þá kemur fram í frumvarpinu (lögunum) að kirkjuráði sé heimilt að setja starfsreglur og gjaldskrá til bráðabirgða gegn því að forseti kirkjuþings samþykki þær. Gildstími þeirra yrði til næsta fundar kirkjuþings eða í sex mánuði að hámarki eftir að forseti kirkjuráðs og forseti kirkjuþings rita undir þær.

Eins og önnur samþykkt frumvörp til laga tekur umrætt frumvarp gildi þegar það hefur birst í A-deild Stjórnartíðinda. 

Hér má svo sjá samantekt um málið.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Þing

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls