Tíu sóttu um Breiðabólsstað

14. júlí 2020

Tíu sóttu um Breiðabólsstað

Breiðabólsstaðarkirkja í Fljótshlíð - Myndina tók sr. Sigurður Ægisson

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir sóknarpresti til þjónustu í Breiðabólsstaðarprestakalli, Suðurprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 13. júlí.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Þau sóttu um starfið:

Sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir
Bryndís Böðvarsdóttir, mag.theol
Edda Hlíf Hlífarsdóttir, mag.theol
Guðrún Eggerts Þórudóttir, mag.theol
Sr. María Gunnarsdóttir
Matthildur Bjarnadóttir, mag.theol
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
Snævar Jón Andrésson, mag.theol
Sr. Sveinn Alfreðsson
Sr. Ursula Árnadóttir

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. Starfsreglna um val og veitingu prestsembætta. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Kjörnefnd Breiðabólsstaðarprestakalls kýs sóknarprest úr hópi umsækjenda, sbr. Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta og biskup ræður svo í starfið.

Prestakallið og fyrirvari
Í Breiðabólsstaðarprestakalli eru fimm sóknir, Stórólfshvolssókn, Breiðabólsstaðarsókn, Hlíðarendasókn, Akureyjarsókn og Krosssókn.
Prestakallinu fylgir prestssetrið Breiðabólsstaður. Presti er skylt að hafa þar aðsetur og lögheimili. Sú skylda er gild frá þeim tíma að honum er afhent prestssetrið.
Áskilinn er réttur til að fresta afhendingu prestsbústaðarins allt til 1. október 2020. Kjósi fráfarandi sóknarprestur að sitja Breiðabólsstað til fardaga að vori 2021, verður úttekt frestað til þess tíma. Þá breytist einnig framangreindur fyrirvari um afhendingu prestsbústaðarins til viðtakandi sóknarprests til 1. október 2021.
Áskilinn er réttur til að skilgreina viðbótarskyldur við prófastsdæmið, sem og við Þjóðkirkjuna – biskupsstofu og aðra kirkjulega aðila. Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall án fækkunar presta. Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing er varða m.a. Breiðabólsstaðarprestakall og sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Umsókn

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls