Róm heimsækir Skálholt

15. júlí 2020

Róm heimsækir Skálholt

Listaverk í Skálholti eftir Rósu Gísladóttur

Listsýning í tengslum við Skálholtshátíð verður opnuð formlega á laugardaginn kl. 11.30 í Skálholti. Sýningin mun standa yfir til 30. ágúst.

Listakonan Rósa Gísladóttir sýnir þar verk sín við kirkjuna og skólann.

Sýningin ber yfirskriftina Tilfærsla - Displacement - Róm í Skálholti

Hvers konar verk eru þetta? Þetta eru stór geómetrísk og samhverf form úr hvítu gifsefni (Jesmonite) og verkið Spegill tímans, hringsjá úr endurunnu áli sem speglar umhverfið. Öll vísa verkin til umhverfisins á Keisaratorgunum í Róm sem er einn merkasti fornminjagarður Evrópu.

Verkin hafa áður verið sýnd á Íslandi, í Hörpu sumarið 2013, Tilfærsla / Displacement – Róm / Reykjavík, og í Listasafni Árnesinga sama ár, Skúlptúr – Rósa Gísladóttir.

Auga Rómar og auga Skálholts Gestir í Skálholti á sumardögum hafa gott tækifæri til að skoða hin mjög svo áhugaverðu listaverk og velta fyrir sér fornum og nýjum tengslum Skálholts og Rómaborgar. Þess má geta að kirkjur í Skálholti á kaþólskri tíð voru helgaðar Pétri postula - fiskimanninum, eða fyrsta páfanum.

Það er svo sannarlega vel til fundið að setja sýninguna upp í Skálholti þar sem saga kristni og menningar tvinnast saman.

Orð listakonunnar um sýninguna „Aðstæður gætu þó ekki verið ólíkari: annars vegar 2000 ára gamlar rómverskar fornminjar í fornri heimsborg; hins vegar höfuðstaður kristni á Íslandi, biskupssetur í íslenskri sveit og menningarleg þungamiðja á Suðurlandi. Í list minni leita ég fanga í sögulegri arfleifð vestrænnar formhugsunar, sem á rætur í forngrískri og rómverskri menningu. Í þeim skilningi er myndlist mín eins konar fornleifarannsókn á sögu klassískra forma.“

Eggert Gunnarsson gerði heimildarmynd um sýninguna í Róm í samstarfi við RÚV og var hún endursýnd í sjónvarpinu 10. júní 2020.

Þess má geta að Rósa Gísladóttir sigraði fyrir skömmu í samkeppni um listskreytingu í nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Verk Rósu ber nafnið Eldflaugin og Demanturinn.

Um listakonuna - arkiv.is - gagnagrunnur um íslenska myndlistarmenn

Heimasíða listakonunnar

hsh

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls