Katrín í Skálholti
Það var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem flutti hátíðarræðuna í lok Skálholtshátíðar í dag.
Ræðu sína hóf forsætisráðherrann á sögulegu yfirliti og kom víða við. Skálholt enda öðrum stöðum sögufrægari og hafi verið frá upphafi byggðar miðja valdabaráttu og trúarlegra og hugmyndafræðilegra átaka.
Síðan sagði hún:
Katrín sagði staðinn ekki lengur tengjast átökum eins og saga fortíðar greinir frá sem og þeim núningi sem varð í kringum Þorláksbúð á sínum tíma heldur tengist staðurinn nú við:
Katrín rifjaði upp fund sem hún sat í Skálholti fyrir nokkrum árum með prestum af Suðurlandi þar sem rætt var um stöðu flóttafólks og innflytjenda og hlutverk kirkjunnar í þeim efnum og sagði:
Síðan vék forsætisráðherrann að kórónuveirunni sem hefur truflað samfélagið svo ekki sé meira sagt. Í því sambandi gat hún um Þorlák biskup og sagði:
„Það er okkur erfitt að geta ekki leyst veirumálið með einföldum hætti – að það sé enn hvorki komið bóluefni eða lyf. Margir ætlast til að vísindin leysi allt þegar, eins og heilagur Þorlákur gat stundum gert samkvæmt jarteinasögum um hann. Sex mánuðir eru stuttur tími í stóra samhengi hlutanna en eigi að síður hefur okkur liðið eins og þessi tími – covid-tíminn – hafi verið endalaus.“
Katrín sagði að Íslendingum hefði tekist að ná fram sóttvarnarmarkmiðum sem flestar þjóðir öfunda okkur af. Skerðing á frelsi og réttindum hefði verið minna en víðast hvar annars staðar í heiminum þar sem útgöngubann var í gildi mánuðum saman. Þessi tími hefði minnt á mikilvægi heilsunnar og jafnan aðgang að öflugri opinberri heilbrigðisþjónustu – og faraldrinum væri ekki lokið og veirur gætu komið aftur fram. En þessi tími hefði líka minnt á:
„... mikilvægi umhyggjunnar, mikilvægi þess að við hugsum hvert um annað og sýnum hvert öðru umhyggju, ekki aðeins þegar heimsfaraldur geisar heldur alla daga. ....að líf og heilsa er það mikilvægasta sem við eigum – og að maður er manns gaman, það er okkur erfitt að mega ekki umgangast þá sem okkur standa næst.“
Katrín vísaði til guðfræðilegra hugtaka á borð við sáttargjörð, frið og kærleika, þegar hún vék að persónulegum málum, tæknimálum og umhverfismálum, í ræðu sinni. Í þeim öllum tækjust á skammtímasjónarmið og langtímasjónarmið.
Hún sagði:
Mannkynið stæði frammi fyrir loftlagsvá og henni tengdist tæknibyltingin. En velsæld og jöfnuður væru grunngildi sem allt byggðist á.
Katrín sagði tæknina vera góðan þjón en afleitan húsbónda. Mikilvægt væri að taka völdin af tækninni. Menntun, fræðsla og rannnsóknir, væru liðir í því. Þá ætti að ræða þau siðferðilegu gildi sem fók vildi hafa að leiðarljósi á tækniöld. Hún spurði til dæmis hvaða stefnu við ætluðum að marka okkur í sambandi við lækningar með gervigreind: „Eða umhyggju með aðstoð vélmenna – segjum á hjúkrunarheimilum? Þarna blasa stórar spurningar við okkur.“
Í lokin sagði forsætisráðherra að íslensk stjórnvöld hefðu nýlega kynnt uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Íslandi myndi takast að standa við Parísarsamkomulagið og meir en það:
„Sömuleiðis munum við ná markmiðum okkar um að kolefnishlutlaust samfélag eigi síðar en 2040. Þar veit ég að kirkjan er að leggja sitt af mörkum með því að gróðursetja skírnarskóga.“
Þá gat Katrín um verkefni sem hún taldi vera spennandi en það snýst um:
Í lok ræðu sinnar minnti hún á að auðveldara gæti verið að glutra niður friði og sátt en að byggja hvort tveggja upp:
„Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að jöfnuður og réttlæti séu leiðarljós okkar í öllum okkar verkum, ekki síst þegar við tökumst á við stórar áskoranir.“
Alla ræðu Katrínar Jakobsdóttur má sjá á vef forsætisráðuneytisins á næstu dögum.
hsh