Starf hjá Glerárkirkju laust
Glerárkirkja auglýsir eftir verkefnastjóra fræðslu- og fjölskylduþjónustu.
Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra við Glerárkirkju. Hlutverk verkefnastjóra er að stýra æskulýðs- og fjölskyldustarfi kirkjunnar s.s. sunnudagaskóla og fjölskyldumessum, foreldramorgnum og TTT-starfi auk samstarfs við skóla og félagasamtök.
Þá er hluti af starfinu umsjón með sumarnámskeiðum fyrir börn sem haldin eru 2-3 vikur í júní á hverju ári. Verkefnastjóri skal hafa háskólamenntun og starfsreynslu sem nýtast í starfi. Starfshlutfall er 80% og er ráðið í starfið frá 1. sept. 2020.
Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá sóknarpresti sindrigeir@glerarkirkja.is og hjá formanni sóknarnefndar johann.hjaltdal@gmail.com.
Umsóknir skal senda með tölvupósti á netfangið glerarkirkja@glerarkirkja.is ásamt sakavottorði. Umsóknarfrestur er til 28. júlí 2020.
hsh