Umhverfisorganistinn
Kristján Hrannar Pálsson organisti er skapandi maður og hefur komið víða við í tónlistinni þó ungur sé. Lært klassískan píanóleik, svo á jazzpíanó, þá greip orgelið huga hans og hann tók kirkjuorganistapróf. Samið lög og texta, verið útsetjari og framleiðandi. Leikur á píanó, kontrabassa, harmonikku og gítar. Gaf út sólplötu Anno 2013, þar sem hann sló í gegn sem raftónlistarmaður. Árið 2016 gaf hann út spunaplötuna Artic Take One þar sem loftslagsbreytingar koma við sögu og hann flutti erindi um verkið á Artic Circle-ráðstefnunni í Hörpu.
Tónlist og virk skapandi hugsun sem ólgar í honum renna inn í deiglu líðandi stundar þar sem kraftar takast á um allt milli himins og jarðar. Hann er knúinn til að taka afstöðu.
Mál málanna – umhverfismál – framtíð barna og fullorðinna. Allra.
Listin er ekki hlutlaus – álitamál samtímans verða oft viðfangsefni hennar. Það er eðlilegt. Listamaðurinn starfar í tímanum – ekki í tímaleysi.
Í fyrra fékk Kristján Hrannar verðlaun úr Tónmenntasjóði kirkjunnar til að ljúka við orgelverkið +2,0°C sem fjallar um hlýnun jarðar.
Hann er organisti og tónlistarstjóri í Reykjavík, faðir, og mjög svo virkur á twitter. Og á twitter skiptir mestu að setja hugsun sína fram með eggbeittum hætti í fáum orðum og íra út í hana kímni, oft svartri, og krydda með knýjandi spurningu eða staðreynd sem skellt er á steikarapönnu umræðunnar og kemur þá oft í ljós hvort hún var á síðasta söludegi. Það tekst Kristjáni Hrannari með tilþrifum. Ekki einhamur maður myndi einhver segja. Öflugur og frjór, maður anda og tóns. Maður sem ýmsar kraftar bærast í og togast á eins og í sönnum listamanni.
Kirkjan.is spyr þeirrar jarðbundnu spurningar hvernig honum dottið í hug að semja umhverfistónverk.
Hvað annað hugsar kirkjan.is enda er orgelið drottning hljóðfæranna.
Listamenn galdra fram list sína í þeirri von að hún muni hafa áhrif á aðra. Og kirkjan.is spyr hvort Kristján Hrannar telji að verkið muni hafa áhrif á aðra sem kalli á fleiri slík verk úr öðrum áttum.
Kirkjan.is hafði aldrei heyrt af notkun slíkra aflestra – og ekki haft hugmyndaflug til þess enda aðeins hlýðin og skyldurækin með ófrumlegasta hætti þegar orkuveitan biður hana um að lesa af mælum tvisvar á ári eða svo – hún mun fylgjast spennt með þessum frjósama og frumlega tónlistarmanni þar sem hugmyndirnar svella.
En orgelið – hver er framtíð þess?
Í myndbandinu hér fyrir neðan fjallar Kristján Hrannar um tónverk sitt og leikur nokkur brot úr því á orgel Laugarneskirkju.
Nú gefst fleira fólki kostur á njóta verksins því að Kristján Hrannar ætlar í ferð um landið á næstunni með orgelverk sitt um loftslagsvána.
Verkið er aðgengilegt og ögrandi í senn, skipt í 21 kafla í stíganda, þar sem hver kafli tjáir hækkun hitastigs á jörðinni um 0,1°C.
Föstudagur 31. júlí 2020 - Hóladómkirkja Hólum í Hjaltadal klukkan 20.30 Laugardagur 1. ágúst 2020 - Dalvíkurkirkja klukkan 20.30
Sunnudagur 2. ágúst 2020 - Akureyrarkirkja klukkan 17.00
hsh
Verkið var frumflutt í Hallgrímskirkju á Vetrarhátíð í febrúar 2020.