Stutt við Skálholt
Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju var settur á laggirnar til að afla fjár til viðgerða, endurbóta og viðhalds á Skálholtsdómkirkju.
Í Skálholti er að finna menningarverðmæti af margvíslegu tagi.
Sjóðurinn stóð fyrir söfnun á fjármunum fyrir um tveimur árum til að laga steinda glugga, listglugga, Gerðar Helgadóttur, sem eru í kirkjunni. Það verk tókst mjög vel. Einnig kostaði sjóðurinn viðgerð á altaristöflu Nínu Tryggvadóttur.
Nú blæs stjórn sjóðsins til sóknar og hefur stofnað rafrænan söfnunarbauk en um er að ræða símanúmer 9071020 og þegar hringt er í það gefur viðtakandi kr. 2.000, til sjóðsins.
Formaður stjórnar Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju er Árni Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur, og með honum í stjórn eru Erlendur Hjaltason, formaður Skálholtsfélagsins, og Kristín Ingólfsdóttir, fyrrum rektor Háskóla Íslands. Varastjórn skipa sr. Helga Kolbeinsdóttir, prestur í Digarneskirkju, og Bergþóra Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Skipulagsskrá fyrir Verndarsjóð Skálholtsdómkirkju
hsh
Steindur gluggi - listgluggi- í Skálholtskirkju