Trú og umhverfismál í Skálholti
Í hátíðarræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Skálholtshátið um miðjan júlí sagði hún að framundan væri:
Við sama tilefni tók sr. Kristján Björnsson, víglsubiskup í Skálholti, fram að að haldin yrði í byrjun október nk. Ráðstefna Skálholt 2 þar sem umhverfismál og loftslagsmál yrðu í brennidepli. Ráðstefnan ber heitið: Trú og aðgerðir fyrir náttúruna (e. Faith Action for Nature).
Land, jörð og trú
Frá því á Skálholtsráðstefnunni Trú í þágu jarðar - frumkvæðið (Faith and Community Engagement for the SDGs) í fyrra hafa fulltrúar frá Þjóðkirkjunni, Félagi Sameinuðu þjóðanna, Landgræðslunni, Skógræktinni ásamt einstaklingum úr vísinda- og háskólasamfélagi og ýmsum trúfélögum unnið með fulltrúa Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) að því að ná fram samfylgd allra trúarhreyfinga í baráttu fyrir Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. UNEP hefur unnið markvisst að þessu verkefni frá því 2017. Verkefnisstjóri íslenska teymisins í undirbúningnum er Páll Á. Davíðsson, varaformaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Ráðstefnunni verður fylgt eftir með sérstökum ályktunarfundi í Reykjavík. Vonast er eftir heimsóknum og þátttöku fulltrúa ólíkra trúarbragða hingað til lands en einnig skipuleggja alþjóðlegu samtökin Trúarbrögð í þágu friðar (Religions for Peace) vinnustofur í öllum heimshlutum sem tengjast munu ráðstefnunni í Skálholti á skjáfundum.
Mikilvægir stuðningsaðilar
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að Ísland verði vettvangur ráðstefnunnar. Ríkisstjórnin, Þjóðkirkjan og Landgræðslan hafa styrkt verkefnið fjárhagslega. Umhverfisráðuneytið hefur fylgst vel með öllum undirbúningi og hefur Inger Andersen, framkvæmdastjóri UNEP, þekkst boð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um að taka virkan þátt í ráðstefnunni á Íslandi.
Drifkraftur 80% jarðarbúa
Eins og fram hefur komið á vegum UNEP væri mikill akkur að því ef öll helstu samtök með trúarlegan bakgrunn sameinuðust í því verkefni að vinna Heimsmarkmiðunum brautargengi. Andleg gildi eru drifkraftur 80% heimsbúa, og þess vegna hafa leiðtogar trúarhópa einstaka möguleika til þess að hafa áhrif á hegðun einstaklinga gagnvart umhverfi sínu. Félagasamtök með trúarlegan bakgrunn eru áhrifamikil í nærsamfélögum eins og þeir sem vinna að náttúruverndar- og landgræðslumálum á alþjóðavísu gera sér vel grein fyrir. Á heimsvísu stjórna samtök með trúarlegan bakgrunn 50% af öllum skólum, reka fleiri fjölmiðla en öll lönd Evrópusambandsins og eru m.a. talin fjórði stærsti hópur fjárfesta í heiminum.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og ríkisstjórnin veita stuðning
Þjóðkirkjan og Landgræðslan eru meðal virkra stuðningsaðila og þátttakenda
/hsh