Kirkjan og kórónuveiran

11. ágúst 2020

Kirkjan og kórónuveiran

Sr. Agnes með grímu frá Lútherska heimssambandinu

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sendi samstarfsfólki sínu bréf fyrir skömmu vegna hertra aðgerða stjórnvalda í sambandi við kórónuveirufaraldurinn. Segir hún þar að kirkjan fari sem fyrr eftir þessum reglum og virði þær í hvívetna.

Í bréfinu segir biskup þetta um fermingar:

„Búið er að ákveða margar fermingarathafnir sem ekki gátu farið fram í vor og munu þær verða eins og ákveðið hefur verið. Þetta þýðir að hafi verið gert ráð fyrir fleiri fermingarbörnum í athöfn en tveggja metra reglan leyfir og kirkjuskipið leyfir fyrir 100 manna regluna í sama rými verður að fjölga athöfnum. Hafa t.d. fleiri athafnir sama daginn þannig að fermingardagurinn sem ákveðinn hefur verið haldi sér. Altarisgöngur og handsal í fermingarathöfnum falla niður.“

Um útfarir segir biskup:

að þar verði og að virða tveggja metra regluna og hafa ekki fleira fólk í sama rými en 100. Flestar kirkjur landsins rúmi ekki nema fáa og verði þá að finna aðra leið svo fjölskylda og samferðafólk geti fylgt og kvatt.

Þá segir biskup:

„Helgihald getur farið fram án altarisgöngu. Altarisgöngur leggjast alveg af á meðan þetta ástand varir.“

Biskup bendir svo fólki á að frekari upplýsingar megi fá á vef landlæknisembættisins.

Á þessari mynd er biskup Íslands með sóttvarnagrímu og er hún merkt Lútherska heimssambandinu. Það minnir á að mikilvægt er að hver og einn gæti að sóttvörnum. En hún minnir líka á að ekki búa allir við jafn traustar aðstæður í heiminum og við Íslendingar.

Lútherska heimssambandið rekur víðtæka hjálparstarfsemi meðal fólks í fátækum heimshlutum, flóttamannabúðum og stríðsþjökuðu umhverfi. Þar getur reynst erfitt að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Starfsfólk Lútherska heimssambandsins á þessum slóðum vinnur af miklu þolgæði og dugnaði – þau þekkja aðstæður á hinum hrjáðu svæðum betur en aðrir og hve mikilvægt er að bregðast skjótt við þegar farsóttir láta á sér kræla – eins og kórónuveirufaraldurinn. Nánar er hægt að lesa um þetta hér og leggja málinu lið ef hugur kýs svo.

hsh


Sóttvarnagrímurnar eru í ýmsum litum
  • Biskup

  • Covid-19

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Alþjóðastarf

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls