Kirkjan og kórónuveiran
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sendi samstarfsfólki sínu bréf fyrir skömmu vegna hertra aðgerða stjórnvalda í sambandi við kórónuveirufaraldurinn. Segir hún þar að kirkjan fari sem fyrr eftir þessum reglum og virði þær í hvívetna.
Í bréfinu segir biskup þetta um fermingar:
Um útfarir segir biskup:
Þá segir biskup:
Biskup bendir svo fólki á að frekari upplýsingar megi fá á vef landlæknisembættisins.
Á þessari mynd er biskup Íslands með sóttvarnagrímu og er hún merkt Lútherska heimssambandinu. Það minnir á að mikilvægt er að hver og einn gæti að sóttvörnum. En hún minnir líka á að ekki búa allir við jafn traustar aðstæður í heiminum og við Íslendingar.
Lútherska heimssambandið rekur víðtæka hjálparstarfsemi meðal fólks í fátækum heimshlutum, flóttamannabúðum og stríðsþjökuðu umhverfi. Þar getur reynst erfitt að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Starfsfólk Lútherska heimssambandsins á þessum slóðum vinnur af miklu þolgæði og dugnaði – þau þekkja aðstæður á hinum hrjáðu svæðum betur en aðrir og hve mikilvægt er að bregðast skjótt við þegar farsóttir láta á sér kræla – eins og kórónuveirufaraldurinn. Nánar er hægt að lesa um þetta hér og leggja málinu lið ef hugur kýs svo.
hsh
Sóttvarnagrímurnar eru í ýmsum litum