Tölur og aftur tölur

13. ágúst 2020

Tölur og aftur tölur

Ísafjarðarkirkja - þar í sókn voru gjaldendur 1.687 á síðasta ári. Ísafjarðarsókn er stærsta sóknin í Vestfarðarprófastsdæmi og þar er líka minnsta sóknin með einn gjaldanda.

Margir hafa gaman af því að velta fyrir sér tölum.

Þessir regnþungu og dumbungslegu ágústdagar geta lifnað við þegar ýmsar tölur eru skoðaðar og þær túlkaðar.

Kirkjan.is bendir lesendum sínum á þrennt.

Í fyrsta lagi eru tölur um uppgjör sóknargjalda fyrir 2019. Þar sést vel hver er fjöldi gjaldenda og hvað hver sókn fær greitt í sóknargjöld.

Grafarvogssókn í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra fær kr. 113.375.400 og er fjöldi gjaldenda 10.214. Nauteyrararsókn í Vestfjarðarprófastsdæmi kr. 11.100 og þar er fjöldi gjaldenda einn einstaklingur. Nítján sóknir eru með innan við tíu gjaldendur.

Þá eru tölur um íbúafjölda í sveitarfélögum og þar kemur fram fjölgun og fækkun.

Lokst eru það tölur frá þjóðskrá um skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög. Þar kemur fram að í þjóðkirkjunni voru 1. ágúst s.l. skráðir 230.692 einstaklingar eða 62% þjóðarinnar 

Vonandi geta einhverjir stytt sér stundir við að rýna í þessar tölur.  

Tölur segja alltaf einhvern sannleika en ætíð er mikilvægt að skoða þær í stærra samhengi. 

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Sóknarnefndir

  • Fræðsla

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls