Leikmannastefna 2020 blásin af

21. ágúst 2020

Leikmannastefna 2020 blásin af

Skreyting í Laugarneskirkju eftir Gretu og Jón Björnsson

Kórónuveirufaraldurinn hefur margvísleg áhrif á kirkjustarf eins og fram hefur komið hér á kirkjan.is. Fermingarstarf raskaðist og fermingum var frestað og um tíma voru kirkjur lokaðar. Og streymiskirkjan átti sviðið um stund. 

Framhaldsfundi kirkjuþings 2019 var frestað í tvígang, átti fyrst að vera 20. mars og svo 12. júní. Nú verður hinn tvífrestaði fundur kirkjuþings 2019 haldinn 10. september á Grand Hótel í Reykjavík, en ekki í höfðustöðvum kirkjunnar, Katrínartúni 4, þar sem ekki hefði verið hægt að framfylgja tveggja metra fjarlægðarreglunni. Strax að loknum framhaldsfundinum verður kirkjuþing 2020 sett á sama stað.

Margir fundir hafa verið haldnir með fjarfundabúnaði og fólk þurft að setja sig inn í tæknimál og tekist bara býsna vel. Þannig hefur veiran truflað allt kirkjustarf sem og gert margt þyngra fyrir fæti í samfélaginu eins og öllum er kunnugt um

Þá var og prestastefna blásin af. Og nú leikmannastefnan.

Leikmannastefna er gjarnan haldin að hausti. Nú hefur verið ákveðið að leikmannastefna 2020 verði ekki haldin. Ástæðan er kórónuveirufaraldurinn. 

Á leikmannastefnu kemur saman kirkjufólk til að ræða málefni kirkjunnar. Stefnan er mikilvægur vettvangur sem styrkir allt kirkjustarf á landsvísu.

Leikmannaráð
Formaður Leikmannaráðs er Ágúst Victorsson, sem er fulltrúi úr Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, en með honum í ráðinu eru:
Sigríður Klara Árnadóttir, Kjalarnessprófastsdæmi
Reynir Sveinsson, Kjalarnessprófastsdæmi
Varamenn:
Jón Oddgeir Guðmundsson, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Guðný Guðnadóttir, Suðurprófastsdæmi
Jónas Þór Jóhannsson, Austurlandsprófastsdæmi

Framkvæmdastjóri Leikmannastefnunnar er Magnhildur Sigurbjörnsdóttir.

Í starfsreglum um leikmannaráð segir meðal annars:

„Leikmannaráð er skipað þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu þeir skipta með sér verkum. ... Leikmannaráð sér um undirbúning og framkvæmd leikmannastefnu í samráði við biskup Íslands og er í fyrirsvari fyrir leikmannastefnu milli stefna. Þá annast leikmannaráð um framkvæmd þeirra mála sem leikmannastefna vísar til ráðsins.“

Starfsreglur um leikmannastefnu.

hsh


  • Frétt

  • Leikmenn

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Covid-19

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls