3. september 2020
Nýr prestur á Breiðabólsstað
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
Umsóknarfrestur um starf sóknarprests í Breiðabólsstaðarprestakalli í Suðurprófastsdæmi, rann út á miðnætti þann 13. júlí s.l.
Auglýst var eftir sóknarpresti til þjónustu við prestakallið og miðað við að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Tíu sóttu um starfið.
Kjörnefnd kaus sr. Sigríði Kristínu Helgadóttur til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar.
Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er sr. Sigríður Kristín ráðin ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti.
Presturinn
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir er fædd í Reykjavík 1971, dóttir Ingibjargar Elísabetar Jóhannesdóttur, húsmóður, og Helga Sigurðssonar, sjómanns. Hún ólst upp í Hafnarfirði og lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1991. Eiginmaður Sigríðar er Eyjólfur Einar, Elíasson forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg, og eiga þau fjórar dætur, fæddar 1991, 1995, 1999 og 2000.
Árið 2000 lauk Sigríður prófi frá guðfræðideild HÍ og vígðist það sama ár til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði þar sem hún þjónaði næstu nítján árin. Á árunum 2005-2012 starfaði hún sem heimilisprestur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún lagði stund á söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs árið 2004 og lauk prófi í Fjölskyldufræðum frá Endurmenntun HÍ árið 2011. Hún hefur komið að starfi Sorgarmiðstöðvar í Lífsgæðasetri St. Jó., og heimsótt skóla í Hafnarfirði til að fræða um þau mál. Þá hefur hún einnig setið í áfallaráði Hafnarfjarðarbæjar. Sigríður hefur komið að starfi Lútherskrar hjónahelgi á Íslandi og gegnir þetta starfsár embætti forseta Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar.
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir er fædd í Reykjavík 1971, dóttir Ingibjargar Elísabetar Jóhannesdóttur, húsmóður, og Helga Sigurðssonar, sjómanns. Hún ólst upp í Hafnarfirði og lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1991. Eiginmaður Sigríðar er Eyjólfur Einar, Elíasson forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg, og eiga þau fjórar dætur, fæddar 1991, 1995, 1999 og 2000.
Árið 2000 lauk Sigríður prófi frá guðfræðideild HÍ og vígðist það sama ár til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði þar sem hún þjónaði næstu nítján árin. Á árunum 2005-2012 starfaði hún sem heimilisprestur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún lagði stund á söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs árið 2004 og lauk prófi í Fjölskyldufræðum frá Endurmenntun HÍ árið 2011. Hún hefur komið að starfi Sorgarmiðstöðvar í Lífsgæðasetri St. Jó., og heimsótt skóla í Hafnarfirði til að fræða um þau mál. Þá hefur hún einnig setið í áfallaráði Hafnarfjarðarbæjar. Sigríður hefur komið að starfi Lútherskrar hjónahelgi á Íslandi og gegnir þetta starfsár embætti forseta Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar.
Prestakallið
Í Breiðabólsstaðarprestakalli eru fimm sóknir, Stórólfshvolssókn, Breiðabólsstaðarsókn, Hlíðarendasókn, Akureyjarsókn og Krosssókn.
Prestakallinu fylgir prestssetrið Breiðabólsstaður. Presti er skylt að hafa þar aðsetur og lögheimili. Sú skylda er gild frá þeim tíma að honum er afhent prestssetrið.
Áskilinn er réttur til að fresta afhendingu prestsbústaðarins allt til 1. október 2020. Kjósi fráfarandi sóknarprestur að sitja Breiðabólsstað til fardaga að vori 2021, verður úttekt frestað til þess tíma. Þá breytist einnig framangreindur fyrirvari um afhendingu prestsbústaðarins til viðtakandi sóknarprests til 1. október 2021.
Áskilinn er réttur til að skilgreina viðbótarskyldur við prófastsdæmið, sem og við Þjóðkirkjuna – biskupsstofu og aðra kirkjulega aðila. Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall án fækkunar presta.
Prestakallið var auglýst með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing er snertu m.a. Breiðabólsstaðarprestakall og sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu, hljóti þær samþykki kirkjuþings.
Í Breiðabólsstaðarprestakalli eru fimm sóknir, Stórólfshvolssókn, Breiðabólsstaðarsókn, Hlíðarendasókn, Akureyjarsókn og Krosssókn.
Prestakallinu fylgir prestssetrið Breiðabólsstaður. Presti er skylt að hafa þar aðsetur og lögheimili. Sú skylda er gild frá þeim tíma að honum er afhent prestssetrið.
Áskilinn er réttur til að fresta afhendingu prestsbústaðarins allt til 1. október 2020. Kjósi fráfarandi sóknarprestur að sitja Breiðabólsstað til fardaga að vori 2021, verður úttekt frestað til þess tíma. Þá breytist einnig framangreindur fyrirvari um afhendingu prestsbústaðarins til viðtakandi sóknarprests til 1. október 2021.
Áskilinn er réttur til að skilgreina viðbótarskyldur við prófastsdæmið, sem og við Þjóðkirkjuna – biskupsstofu og aðra kirkjulega aðila. Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall án fækkunar presta.
Prestakallið var auglýst með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing er snertu m.a. Breiðabólsstaðarprestakall og sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu, hljóti þær samþykki kirkjuþings.
hsh