Kosningar á kirkjuþingi
Margar nefndir starfa á vegum kirkjunnar og á kirkjuþingi er kosið í nokkrar þeirra. Sumar þessara nefnda koma sjaldan saman eðli máls samkvæmt en aðrar oftar. Þá starfa margar nefndir tímabundið og vinna að tilteknum málum og ljúka svo störfum. Aðrar starfa lengur og eru til taks þegar fjalla þarf um ákveðin mál.
Forsætisnefnd kirkjuþings tilnefndi í gær eftirfarandi einstaklinga í nefndir á vegum kirkjuþings og var það samþykkt.
Í þingsköpum kirkjuþings segir:
Breytingartillögur við tillögur forsætisnefndar skulu hafa borist nefndinni eigi síðar en sólarhring eftir framlagningu þeirra. Þetta á þó ekki við um kjör til fastanefnda þingsins, sbr. 1. mgr. 11. gr.“ (Úr 8du grein).
1. Kjörstjórn þjóðkirkjunnar.
Kirkjuráð skipar kjörstjórn þjóðkirkjunnar.
Í kjörstjórn eru þrír menn og þrír til vara.
Kirkjuþing kýs tvo kjörstjórnarmenn og tvo varamenn þeirra í þeirri röð sem þeir taka sæti aðalmanns. Kosning til kjörstjórnar fer fram á þriðja reglulega kirkjuþingi eftir síðasta kjör til kirkjuþings.
Biskup Íslands tilnefnir formann og varamann hans og skal hann kunngera það á sama kirkjuþingi, en áður en þingið kýs til kjörstjórnar.
Kjörstjórn - kosnir af kirkjuþingi:
Aðalmenn:
Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir
Andri Árnason, lögmaður
Varamenn:
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, lögfræðingur
Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson
2. Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar.
Kirkjuráð skipar yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar. Í yfirkjörstjórn eru þrír menn og þrír til vara. Kirkjuþing kýs yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar á þriðja reglulega kirkjuþingi eftir síðasta kjör til kirkjuþings. Formaður skal kosinn sérstaklega og vera löglærður sem og varamaður hans.
Aðalmenn:
Sólveig Pétursdóttir, fyrrv. ráðherra, formaður
Sr. Magnús B. Björnsson
Guðmundur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri
Varamenn:
Egill Heiðar Gíslason, ráðgjafi
Ragnhildur Benediktsdóttir, lögfræðingur
Droplaug Guðnadóttir, framkvæmdastjóri
3. Matsnefnd um hæfni til prestsembættis.
Biskup Íslands skipar þriggja manna matsnefnd til að meta hæfni umsækjenda um laus prestsembætti. Biskup tilnefnir einn fulltrúa. Biskup skipar formann úr hópi nefndarmanna. Kirkjuþing tilnefnir tvo fulltrúa og tvo til vara til eins árs í senn.
Kosnir af kirkjuþingi:
Aðalmenn:
Anna Mjöll Karlsdóttir, lögfræðingur
Jóhannes Pálmason, lögfræðingur
Varamenn:
Arnfríður Einarsdóttir, dómari,
Kristján Guðmundsson, formaður sóknarnefndar í Ássókn, Reykjavík
Tilnefningar forsætisnefndar í nefndir vegna mála á kirkjuþingi 2020-2021
Kjaranefnd kirkjunnar (5. mál)
Kjaranefnd kirkjunnar er skipuð þremur aðalmönnum og þremur til vara, sem kosnir eru til fjögurra ára í senn. Kirkjuþing ákveður hver skuli vera formaður kjaranefndarinnar, auk þess sem kosinn skal varaformaður.
Aðalmenn:
Guðrún Zoëga, verkfræðingur, formaður
Anna Mjöll Karlsdóttir, lögfræðingur
Einar Karl Haraldsson, ráðgjafi
Varamenn.
Inga Rún Ólafsdóttir, forstöðumaður kjarasviðs Samb. ísl. sveitarf., varaformaður Guðmundur Einarsson, fyrrv, framkvæmdastjóri
Gunnar Þór Ágeirsson, endurskoðandi
Úthlutunarnefnd (6. mál)
Kirkjuþing kýs nefnd til fjögurra ára sem úthlutar styrkjum skv. 2. mgr. 5. gr. Kjósa skal þrjá aðalmenn og þrjá varamenn, sem taka sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir til. Kirkjuþing ákveður hver er formaður nefndarinnar og varaformaður.
Aðalmenn:
Sr. Gísli Jónasson, prófastur
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrv. ráðherra
Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri
Varamenn.
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri
Jón Sigurðsson, fyrrv. ráðherra
Nefnd um kosningareglur (27. mál)
Kirkjuþing 2020-2021 ályktar að kjósa þriggja manna nefnd til að endurskoða starfsreglur um kjör til kirkjuþings og starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa og semja tillögur að nýjum starfsreglum.
Starfshópur-kirkjuþingsfulltrúar:
Margrét Eggertsdóttir
Bryndís Malla Elídóttir
Einar Már Sigurðarson
Nefnd um fasteignir (33. mál)
Kirkjuþing 2020 samþykkir að skipa starfshóp þriggja fulltrúa til að fara yfir stöðu fasteigna þjóðkirkjunnar og gera tillögur um nánari útfærslu fasteignastefnu hennar og þá sérstaklega hvað varðar 1. og 2. grein.
Starfshópur:
Stefán Magnússon, bóndi
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir
Sr. Gísli Gunnarsson
Fastanefndir kirkjuþings eru fjórar:
Allsherjarnefnd:
Guðrún Karls Helgudóttir, formaður
Anný Ingimarsdóttir
Árný Herbertsdóttir
Guðbjörg Arnardóttir
Guðlaugur Óskarsson
Guðmundur Þór Guðmundsson
Kolbrún Baldursdóttir
Margrét Eggertsdóttir
Ólöf Margrét Snorradóttir
Fjárhagsnefnd:
Gísli Jónasson, formaður
Einar Már Sigurðarson
Gísli Gunnarsson
Hermann Ragnar Jónsson
Hreinn Hákonarson
Kjartan Sigurjónsson
Svana Helen Björnsdóttir, varaformaður
Þuríður Björg Wiium Árnadóttir
Löggjafarnefnd:
Steindór R. Haraldsson, formaður
Anna Guðrún Sigurvinsdóttir
Arna Grétarsdóttir
Axel Árnason Njarðvík
Bryndís Malla Elídóttir
Hildur Inga Rúnarsdóttir
Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson
Skúli S. Ólafsson
Stefán Magnússon
Kjörbréfanefnd
Anný Ingimarsdóttir
Arna Grétarsdóttir
Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson
Steindór R. Haraldsson
Hermann Ragnar Jónsson
hsh