Á kunnugum slóðum

20. september 2020

Á kunnugum slóðum

Starfsfólk Mosfellsprestakalls – öflugur hópur til þjónustu reiðubúinn: Frá vinstri: Þórður Sigurðarson, organisti, sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn, prestur, Bryndís Böðvarsdóttir, kirkjuvörður, sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur, sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson, prestur, Oddný Sigrún Magnúsdóttir, rekstrarstjóri, og Bogi Benediktsson, æskulýðsfulltrúi og umsjónarmaður kirkjugarða Lágafellssóknar. Á myndina vantar Rut G. Magnúsdóttur, djákna.

Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson vígðist til Mosfellsprestakalls vorið 1998 og þjónaði þar sem prestur í rúmt ár. Þá fékk hann Norðfjarðarprestakall og fór austur og þjónaði þar fram allt þar til að gerðar breytingar voru á prestakallaskipan fyrir austan fyrir nokkru og búið til nýtt prestakall, Austfjarðaprestakall í nýju prófastsdæmi, Austurlandsprófastsdæmi. Til að liðka til fyrir þeim breytingum fór sr. Sigurður í sérþjónustu á vegum þjóðkirkjunnar og þjónaði að ýmsum kirkjumálum á Austurlandi. Nú lýkur hann sínum starfsferli innan kirkjunnar með þjónustu í Mosfellsprestakalli fram á næsta ár eða þar til hann verður sjötugur. Sr. Sigurður segir að mikill kraftur sé í prestakallinu og starfið afar fjölbreytilegt. Hann hlakkar til að komandi starfsárs á kunnugum slóðum. 

„Gaman reyndar að loka hringnum og koma að upphafinu aftur og rifja upp gömul kynni við fyrrverandi sóknarbörn,“ segir sr. Sigurður glaður í bragði þegar kirkjan.is spyr hann nánar út í málin. Sr. Sigurður bjó svo árum skiptir í Mosfellsbæ og er því öllum hnútum þar kunnugur. Auk þess sem hann var í hestamennsku og hafði um árabil atvinnu af þeirri grein með ýmsum hætti - þá þarf ekki segja meira – sú íþrótt og tómstund tengir fólk saman úr öllum landshlutum með einstökum hætti. Sr. Sigurður segist munu ganga í öll prestsstörf í prestakallinu en sóknarprestur er sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Þá er og prestur þar sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn og djákninn Rut G. Magnúsdóttir.

Í Mosfellsbæ búa tæplega tólfþúsund manns og mikið hefur verið byggt þar í bæ síðustu árin enda bærinn vinsæll. Prestakallið er ein sókn, Lágafellssókn með tvær kirkjur: Mosfellskirkju og Lágafellskirkju.

Heimsíða Lágafellssóknar

hsh


  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls