Fjölgar á grænni leið

30. september 2020

Fjölgar á grænni leið

Þorláksbúð í Skálholti

Grænn söfnuður er heiti á umhverfsvænni hreyfingu innan kirkjunnar ef svo má segja. Mörg verkefni bíða hennar þegar horft er til framtíðar.

Hvað er grænn söfnuður?

Það eru 264 sóknir (söfnuðir) í landinu og þær eru misfjölmennar. Nú hafa 14 sóknir hafið hina grænu vegferð og tvær þeirra eru komnar í mark, eru græn kirkja. Enn er augljóslega langt í land og nú verða sóknir að taka sig á. Að auki er Biskupsstofa á grænni leið, ein af starfsstöðvum kirkjunnar, eins og sagt er.

Þessar sóknir hafa náð í mark: Árbæjarsókn og Grafarvogssókn.

Þessar eru á grænni leið:

Bessastaðasókn
Breiðholtssókn
Digranessókn
Hallgrímssókn
Háteigssókn
Hjallasókn
Keflavíkursókn
Kópavogssókn
Langholtssókn
Lágafellssókn
Nessókn
Kópavogssókn
Selfosssókn
Vídalínssókn

Biskupsstofa

Föstudaginn 2. október verður efnt til örþings grænna safnaða í Skálholti undir yfirskriftinni:

Grænir söfnuðir – örþing og helgun lands í Skálholti föstudaginn

Dagskrá þingsins verður sem hér segir:

Kl. 14.00 Komið í Skálholt. Gróðursetning.
Kl. 15.30 Kaffi og Örþing grænna safnaða í Skálholti. Kynning á kolefnismælingum í kirkjustarfi.
Kl. 17.30 Léttur kvöldverður, súpa og brauð.

Sóttvarnareglna gætt í hvívetna.

Tilgangur þessa örþings er fyrst og fremst sá að fólk hittist og beri saman bækur sínar. Þá fá söfnuðir og tækifæri til að kolefnisjafna starf sitt með því að gróðursetja í Skálholti. Kolefnismæling segir til um hve mikið þurfi að kolefnisjafna. 

Auk hinna Grænu safnaða, og þeirra sem eru á grænni leið, þá hafa margir söfnuðir byrjað að huga að umhverfismálum í sinum ranni.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Viðburður

  • Fræðsla

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls