Októbermánuður verður öðruvísi

5. október 2020

Októbermánuður verður öðruvísi

Merki (innsigli) biskupsembættisins - sr. Karl Sigurbjörnsson teiknaði - mynd: hsh

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, ritaði í gær bréf til presta, djákna, organista, formanna sóknarnefnda og útfararstjóra. Þar mælist hún til þess að kirkjustarf verði hagað með vissum hætti í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda við heimsfaraldrinum, sem miðast við tuttugu manna samkomutakmörk.

Mælst er til þess að opið helgihald falli niður í október en jafnframt er hvatt til þess að hugað verði að boðun fagnaðarerindisins í gegnum streymi.

Þá óskar biskup þess að allar kóræfingar falli niður í október og hvetur organista og kórstjóra til halda æfingum uppi í gegnum fjarfundabúnað.

Minnt er á að fimmtíu manna fjöldatakmörkun við útfarir. Þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóm vísi frá sér athöfnum.

Tuttugu manna fjöldatakmörkun gildir við kirkjulegar athafnir eins og skírn og hjónavígslur.

Áfram heldur barna- og æskulýðsstarf þeirra sem fædd eru árið 2005 og skal sem áður halda allar sóttvarnareglur sem í gildi eru.

Allt eldri borgarastarf fellur niður í október og eru prestar og djáknar hvattir til að huga að þeim hópi með símtölum og sálgæslu.

Fermingarfræðslu skal haldið áfram, að teknu tilliti til allra sóttvarnareglna sem í gildi eru.

Hvatt er til að áður boðaðir fundir, ráðstefnur og þing, verði haldin rafrænt sé það mögulegt eða frestað sé þess kostur.

Þá er starfsfólk sem veikist hvatt til að halda sig heima og sömuleiðis öll þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.

Bréf biskups.

Minnisblað sóttvarnalæknis.

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

3. gr. reglugerðar ráðherra
Fjöldatakmörkun.
Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar á gildistíma þessarar reglu¬gerðar. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en 20 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Er þá meðal annars vísað til:
a. Ráðstefna, málþinga, útifunda o.þ.h.
b. Kennslu, fyrirlestra og prófahalds.
c. Skemmtana, svo sem tónleika, menningarviðburða, leiksýninga, bíósýninga, íþróttaviðburða og einkasamkvæma, sbr. þó 5. gr.
d. Kirkjuathafna hvers konar, svo sem vegna giftinga og ferminga, og annarra trúar¬samkoma, sbr. þó 4. mgr.
e. Annarra sambærilegra viðburða með fleiri en 20 einstaklingum. 

Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 20 einstaklingar inni í sama rými. Tryggja skal að ekki sé samgangur milli rýma.

Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. er verslunum heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að uppfyllt séu skilyrði 4. gr. Þá er verslunum sem eru yfir 1.000 m² að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin inn fyrir hverja 10 m² umfram 1.000 m², þó að hámarki 200 viðskipta¬vinum alls.

Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. er allt að 50 einstaklingum heimilt að vera viðstaddir útfarir.

Fjöldatakmarkanir 1. og 2. mgr. gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innan¬lands¬flug, farþegaferjur og störf viðbragðsaðila, svo sem lögreglu, slökkviliðs, hjálparliðs almanna¬varna og heilbrigðisstarfsfólks. Enn fremur gildir ákvæðið ekki um störf Alþingis og þegar dóm¬stólar fara með dómsvald sitt.

hsh


  • Covid-19

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls