Kirkjuþing fundaði í dag

7. nóvember 2020

Kirkjuþing fundaði í dag

Kirkjuþingsfundur í dag - fjarfundur

Í dag voru haldnir tveir fundir á kirkjuþingi 2020, 7d og 8di fundur kirkjuþings 2020. Fundirnir voru með óvenjulegum hætti þar sem þeir fóru fram í gegnum Zoom-fjarfundabúnað og gekk það mjög vel.

Tæknimaður var Hermann Björn Erlingsson. Fundunum var stjórnað úr höfuðstöðvum þjóðkirkjunnar að Katrínartúni 4. Þar var forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, ásamt formönnum fastanefnda kirkjuþings og starfsfólk þingsins. Skrifstofustjóri kirkjuþings er Ragnhildur Benediktsdóttir.

Mál nr. 2. Skýrsla um fjármál Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu frá fjárhagsnefnd var lögð fram – þar með talin fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar 2021 og var Svana Helen Björnsdóttir framsögumaður. Síðari umræða. Samþykkt.

Mál nr. 10. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007. (Sameining Hvanneyri/Reykholt) Frá löggjafarnefnd. Framsögumaður: Steindór R. Haraldsson. Síðari umræða. Samþykkt.

Mál nr. 14. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir kirkjunnar nr. 950/2009, með síðari breytingum. Frá fjárhagsnefnd. Framsögumaður: Gísli Gunnarsson. Síðari umræða. Samþykkt.

Mál nr. 23. Tillaga til þingsályktunar um verkáætlun vegna umhirðu jarða þjóðkirkjunnar. Frá fjárhagsnefnd. Framsögumaður: Gísli Jónasson. Síðari umræða. Samþykkt.

Mál nr. 36. Tillaga til þingsályktunar um brottfall ýmissa laga og réttarreglna er varða málefni þjóðkirkjunnar. Flutt af forseta kirkjuþings. Framsögumaður Drífa Hjartardóttir. Fyrri umræða. Málinu vísað til löggjafarnefndar.

Mál nr. 37. Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum (sameining sókna). Flutt af biskupi Íslands. Framsögumaður Agnes M. Sigurðardóttir. Fyrri umræða.

Mál nr. 38. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar nr. 330/2019. Flutt af löggjafarnefnd. Framsögumaður Steindór R. Haraldsson. Fyrri umræða.

Mál nr. 39. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um prófasta nr. 966/2006, með síðari breytingum. Flutt af löggjafarnefnd. Framsögumaður Anna Guðrún Sigurvinsdóttir. Fyrri umræða.

Hádegisverðarhlé var gert kl. 12.15.

Síðan var 8di fundur kirkjuþings settur kl. 14.00.

Seinni umræða hófst um mál nr. 36. Tillaga til þingsályktunar um brottfall ýmissa laga og réttarreglna er varða málefni þjóðkirkjunnar. Nefndarálit löggjafarnefndar lagt fram. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

Í lok fundar var kosinn varamaður í yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar. Forseti lagði fram tillögu um Steinunni B. Jóhannesdóttur. Samþykkt samhljóða.

Forseti þakkaði þingfulltrúum fyrir þingsetuna og kvaðst vonast til að þingheimur myndi hittast á framhaldsfundi með eðlilegum hætti.

Kirkjuþingsfundum er frestað fram í mars.

Fundi slitið kl. 14.14.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Þing

  • Viðburður

  • Covid-19

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls