Streymið enn og aftur
Streymt var samkvæmt venju nú um helgina og í lok síðustu viku. Sem fyrr eru þetta fjölbreytilegar stundir. Helgistundir, sunnudagaskólastundir, tónlistarstundir, bænastundir og íhugunarstundir. Oftast eru hugvekjur fluttar.
Form stundanna er með ýmsu móti. Prestarnir móta það eflaust með samstarfsfólki sínu. Þeir fá algjört frelsi til þess og nota það vel.
Lengi vel hefur verið talað um nauðsyn þess að endurskoða Handbók íslensku þjóðkirkjunnar en hún er frá 1981. Sumir prestar hafa sjálfir endurskoðað vissa þætti bókarinnar og sennilega orðnir leiðir á að bíða eftir endurskoðun. Handbók íslensku þjóðkirkjunnar er einingarband kirkjunnar og því mikilvægt að grunnlína þess sé ein og hin sama.
En nú ráða prestar sjálfir för hvað snertir skipulag þessara fjölbreyttu stunda á tíma kórónuveirufaraldurs. Það er ekki annað að sjá en að þeir séu hefðbundnir í því eins og kannski við var að búast. Langflestir prestanna eru í borgaralegum fötum með prestaflibba, sumir í hempu eða ölbu, örfáir eru í fullum skrúða. Það er sálmasöngur þar sem honum verður við komið, bænir, ritningarlestar; stutt prédikun eða hugleiðing, eða hvoru tveggja sleppt, stundum trúarjátning, oftast Faðir vor sem loka- og allsherjarbæn, jafnvel sem ígildi játningar. Sum koma að sögulegum fróðleik um kirkjurnar í prestaköllum sínum.
Eins og fyrir viku þá fleytir kirkjan.is áfram helgistundum (og sunnudagaskólastundum) sem langflestar voru teknar af Facebókar-síðum kirknanna en aðrar af heimasíðum þeirra. Þær eru núna 40.
Langholtskirkja í Reykjavík er með Zoom-helgihald á sunnudögum. Linkinn er að finna á heimasíðu kirkjunnar og Facebókarsíðu hennar.
Þetta er ekki tæmandi upptalning. Allar ábendingar um ógetið streymi um helgina (sem hægt er að fella inn!) eru vel þegnar.
Háteigskirkja, Neskirkja, Kópavogskirkja (sunnudagaskóli), Garða- og Saurbæjarprestakall, Bíldudalskirkja, Landakirkja, Hvammstangakirkja, Brunnhólskirkja, Akureyrarkirkja (sunnudagaskóli), Austfjarðaprestakall (sunnudagaskóli), Kópavogskirkja, Akureyrarkirkja, Selfosskirkja, Fossvogsprestakall (barna- og æskulýðsstarf), Blönduóskirkja, Seltjarnarneskirkja, Keflavíkurkirkja, sr. Karl Sigurbjörnsson, Sunnudagskveðja (fangaprestur þjóðkirkjunnar), Breiðholtskirkja, Kveðja úr Kotstrandarkirkju (Hveragerðisprestakall), Helgistund úr Hallgrímskirkju, Grafarvogskirkja, Fella- og Hólakirkja, Kirkjuskólinn Löngumýri, Grundarfjarðarkirkja, Sunnudagaskóli (barnastarf kirkjunnar), Hafnarfjarðarkirkja, Áskirkja, Helgistund í Áskirkju á Austurlandi, Guðríðarkirkja, Vídalínskirkja, Hrunaprestakall, Dalvíkurkirkja, Melstaðarprestakall, Ástjarnarkirkja, Digraneskirkja, Grensáskirkja, Njarðvíkurprestakall, Vídalinskirkja (tveir guðfræðingar ræða málin), Grafarvogskirkja (sunnudagaskóli)
hsh