Þau þekkja vel til allra mála

16. nóvember 2020

Þau þekkja vel til allra mála

Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, og Salbjörg Á. Bjarnadóttir

Öllum er ljóst að kórónuveirufaraldurinn hefur valdð víðtækum breytingum á samfélaginu. hann hefur ekki aðeins valdið þungum efnahagslegum búsifjum heldur og félagslegum. Hvort tveggja glímir samfélagið við eftir því sem það fær við ráðið.

Kórónuveirufaraldurinn rekur yfirvöld til að loka samfélaginu að vissu marki til þess að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Það sé enda allra hagur.

Lokun samfélagsins hefur áhrif á fólk.

Sumt fólk aðlagast breytingum furðu fljótt meðan annað á í erfiðleikum með það.

Venjubundinn taktur er horfinn og sumir eru óttaslegnir því að eins og við öll vitum er hversdagslegur taktur tilverunnar einn mikilvægasti takturinn. Rútínan, sem svo er kölluð. Eða ramminn utan um lífið.

Takturinn horfinn, rútínan á braut og ramminn skekktur. Og þú með grímu og tveggja metra nálægðartakmörkun á hreinu.

Atvinna, skóli, heimilislíf, tómstundir, ræktun andans og líkamans. Allt er á hverfanda hveli. Og svo er það hin óþreyjufulla bið eftir bóluefni og opnun samfélagsins.

Allt hefur þetta áhrif á andlega líðan fólks.

Hvað er þá til ráða?

Þau sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, og Salbjörg Á. Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur hjá embætti Landlæknis, eru í hópi þeirra sem sinna heilbrigðis- og sálgæsluþætti samfélagsins á tíma kórónuveirufaraldurs. Þau þekkja vel til allra mála og ræða saman hér í myndbandinu fyrir neðan um samfélag og líðan fólks á tíma heimsfaraldurs.

Fræðslu- og kærleiksþjónustusvið Biskupsstofu lét framleiða myndbandið. 

hsh


  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Sálgæsla

  • Skipulag

  • Trúin

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls