8. desember 2020
Athyglisvert mál
Margt gerist bak við þessar dyr
„Já, það er hugmynd mín að það yrði alveg frjálst,“ svaraði Bryndís og bætti því við að þá yrði heimilt að dreifa ösku á fleiri en einn stað. Já, og hluta jafnvel dreift en annar hlutur öskunnar jarðsettur.
„Er það rétt skilið að hafi hinn látni ekki viljað láta jarðsetja duftker sitt heldur geyma t.d. í stofuskáp heima hjá ættingjum, þá yrði það heimilt?“ spurði kirkjan.is og Bryndís svaraði því stutt og snaggaralega að það yrði heimilt næði málið fram að ganga.
Nú er í gildi reglugerð skv. 1. mgr. 50. gr. laganna þar sem settar eru margvíslegar skorður á dreifingu á ösku utan kirkjugarðs og telur Bryndís að henni þyrfti klárlega að breyta verði frumvarpið samþykkt.
Málið er borið upp í annað sinn á alþingi. Kirkjan.is spyr Bryndísi hvort hún telji að málið nái nú fram að ganga.
„Ég vona það auðvitað, en hef ekki náð að mæla fyrir málinu enn og það því ekki fengið umfjöllun í nefnd og umsagnir,“ svarar hún og gott væri að það næði að ganga til nefndar og fá þar faglega umfjöllun. „Svo auðvitað vona ég að það geti orðið að lögum eftir umfjöllun í nefnd,“ bætir hún við og segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð við málinu.
hsh
Kirkjan.is rennir stundum yfir málaskrá alþingis til að sjá hvað brennur á háttvirtum alþingismönnum, landi og lýð til framdráttar, og hvort eitthvað af því tengist málum kirkjunnar.
Mikilvægt er að fylgjast með framgangi mála á alþingi og heyra hvað fram fer í umræðum. Alþingi er þjóðarspegill.
Eitt sérstaklega athyglisvert mál varð nýlega á veginum við þessa athugun og það er breyting við 4. mgr. 7. gr. laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, með síðari breytingum (dreifing ösku), þar sem segir að virða beri ósk hins látna um hvar og hvernig öskunni verði dreift ef hún er ekki jarðsett.
Í greinargerð með frumvarpinu segir:
„Með lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, er óhætt að segja að um töluverða opinbera íhlutun sé að ræða þegar kemur að jarðneskum leifum fólks. Er það álit flutningsmanna að sú opinbera íhlutun sé ónauðsynleg og engin ástæða til annars en að einstaklingar hafi meira frelsi um hvernig og hvort jarðneskar leifar þeirra séu varðveittar, grafnar eða þeim dreift.“
„Með lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, er óhætt að segja að um töluverða opinbera íhlutun sé að ræða þegar kemur að jarðneskum leifum fólks. Er það álit flutningsmanna að sú opinbera íhlutun sé ónauðsynleg og engin ástæða til annars en að einstaklingar hafi meira frelsi um hvernig og hvort jarðneskar leifar þeirra séu varðveittar, grafnar eða þeim dreift.“
Stefið í frumvarpinu er enda að víkja hinni opinberu íhlutun til hliðar og styrkja einstaklingsfrelsið.
Kirkjan.is hafði samband við Bryndísi Haraldsdóttur, alþingismann, sem mælir fyrir málinu í þinginu en fleiri flytja það með henni, og spurði hana ef málið yrði samþykkt hvort það næði til óska um að dreifa ösku við trjálund kærs sumarbústaðar? Svo dæmi væri nú nefnt. Eða við vatn sem viðkomandi var hugleikið? Já, jafnvel einhvers staðar í þéttbýli eins og til dæmis í grasflöt í Laugardalnum?„Já, það er hugmynd mín að það yrði alveg frjálst,“ svaraði Bryndís og bætti því við að þá yrði heimilt að dreifa ösku á fleiri en einn stað. Já, og hluta jafnvel dreift en annar hlutur öskunnar jarðsettur.
„Er það rétt skilið að hafi hinn látni ekki viljað láta jarðsetja duftker sitt heldur geyma t.d. í stofuskáp heima hjá ættingjum, þá yrði það heimilt?“ spurði kirkjan.is og Bryndís svaraði því stutt og snaggaralega að það yrði heimilt næði málið fram að ganga.
Nú er í gildi reglugerð skv. 1. mgr. 50. gr. laganna þar sem settar eru margvíslegar skorður á dreifingu á ösku utan kirkjugarðs og telur Bryndís að henni þyrfti klárlega að breyta verði frumvarpið samþykkt.
Málið er borið upp í annað sinn á alþingi. Kirkjan.is spyr Bryndísi hvort hún telji að málið nái nú fram að ganga.
„Ég vona það auðvitað, en hef ekki náð að mæla fyrir málinu enn og það því ekki fengið umfjöllun í nefnd og umsagnir,“ svarar hún og gott væri að það næði að ganga til nefndar og fá þar faglega umfjöllun. „Svo auðvitað vona ég að það geti orðið að lögum eftir umfjöllun í nefnd,“ bætir hún við og segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð við málinu.
hsh