Aðventustund fyrir syrgjendur

10. desember 2020

Aðventustund fyrir syrgjendur

Aðventuljós - kærleikur - leirlistaverk eftir Rannveigu Tryggvadóttur

Í rúmlega tvo áratugi hefur fólki sem misst hefur ástvin á árinu eða nýlega verið boðið til kirkjulegrar samverustundar á aðventunni þegar nær dregur jólum. Þau sem staðið hafa á bak við þessar samverur eru Sorgarmiðstöðin, þjóðkirkjan og Landspítalinn.

Samverustundin er stund þar sem kærleikur og huggun eru í fyrirrúmi ásamt þakklæti og von.

Þessar stundir hafa verið haldnar í ýmsum kirkjum og verið vel sóttar. Fólk hefur og verið þakklátt fyrir það að geta tekið þátt í samveru af þessu tagi fyrir jólin þegar margar minningar og hugsanir um látna ástvini sækja að. Jólahátíðin er nefnilega tími trúar, minninga og fjölskyldunnar.

Þessi samverustund verður nú með öðrum hætti vegna kórónuveirufaraldursins en þó í kunnuglegum ramma. Stundinni verður sjónvarpað frá Grafarvogskirkju í Ríkissjónvarpinu sunnudaginn 13. desember kl. 17.00. Það er sr. Guðrún Karls Helgudóttir sem leiðir stundina.

Hugvekju flytur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, flytur ávarp í lok stundarinnar.

Það er þau Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson, Matthías Stefánsson og Hilmar Örn Agnarsson sem sjá um tónlistina.

En samverustundin tengist líka þeirri stund heima hjá öllum sem vilja taka þátt í henni. Fólk getur kveikt á kerti heima í minningu látinna ástvina. Einnig er hvatt til þess að kveikt verði á útikertum við heimilin og sýna með þeim hætti fólki sem sorgin hefur vitjað nýlega, samhug og kærleika.

Þessi samverustund er einnig sýnd í Ríkissjónvarpinu (Rúv 2) kl. 16.40 sama dag og þá verður Árný Guðmundsdóttir, táknmálstúlkur, komin á vettvang.

Skipuleggjendum þykir vænt um með því að aðventustundinni er sjónvarpað að þessu sinni að þá gefst landsbyggðarfólki tækifæri til að taka þátt í henni.

Ekkert gerist af sjálfu sér. Þessi aðventustund fyrir syrgjendur var skipulögð af samstarfshópi Landspítalans, Sorgarmiðstöðvarinnar og þjóðkirkjunnar. Þau sem þar koma að verki eru Ína Ólafsdóttir og K. Hulda Guðmundsdóttir frá Sorgarmiðstöðinni, sr. Eysteinn Orri Gunnarsson, sjúkrahúsprestur, Guðlaug B. Magnúsdóttir, Harpa Indriðadóttir og Sigrún Anna Jónsdóttir frá Landspítalanum, sr. Kristín Pálsdóttir, heyrnleysingjaprestur, frá þjóðkirkjunni, og Magnea Sverrisdóttir, djákni, frá Biskupsstofu.

Aðventustund fyrir syrgjendur

Missir

Sorgarmiðstöðin

hsh

  • Frétt

  • Leikmenn

  • Menning

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Covid-19

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls