Sýning sem leynir á sér
„Þetta er eitt verk,“ segir Helgi Þorgils Friðjónsson, listamaður, þegar kirkjan.is spyr hann út í myndirnar sem sjá má í galleríi Göngum í Háteigskirkju.
Fjórtán íhugunarverðar og svipsterkar helgimyndir þar sem temað er krossburður frelsarans en í píslarsögu Jóhannesarguðspjalls 19.7 segir svo um Jesú:
„Fjórtán íhugunarstöðvar sem eru eitt verk,“ ítrekar listamaðurinn.
Þegar komið er inn í sýningarrýmið tekur á móti gestum vægur ilmur af olíumálningu.
Eru þetta ný verk?
„Ég stækka myndirnar upp úr bókum í þessu tilviki með krosstækninni gömlu þar sem maður krossar út fyrirmyndina en þó eru þetta ekki beinar stækkanir því að maður sér aldrei allt í litlu bókunum,“ segir Helgi Þorgils til útskýringar. En hann segist fara mjög frjálslega með myndefnið í stækkuninni.
Myndirnar eru litríkar og persónur þeirra lifandi og horfa oft beint fram til áhorfandans og ná augnsambandi við hann. Áhrif þeirra eru sterk og áhorfandinn finnur að þær ná taki á honum. Kalla hann til íhugunar með sínum stóru, hlýju og oft spurulu augum.
Listaverk með trúarlegum tilvísunum hafa áður komið frá hendi hans. Hann var til dæmis myndlistamaður kirkjulistahátíðar fyrir nokkrum árum og sýndi verk í Hallgrímskirkju.
Helgi Þorgils segist hafa starfað að list sinni um fjörutíu og fimm ár. Hann er þjóðkunnur listamaður og hefur haldið fjölda sýninga hér heima og í útlöndum – ferilskrá hans er löng og glæsileg.
Kirkjan.is hvetur lesendur sína til að skoða sýninguna í Gallerii Göngum í Háteigskirkju. Hún er opin á sama tíma og kirkjan.
hsh
Nánar um Helga Þorgils á arkiv.is
Ein myndanna - skjáskot