22. janúar 2021
Nýr sóknarprestur í Hafnarfjörð
Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur í HafnarfjarðarprestakalliUmsóknarfrestur um Hafnarfjarðarprestakall, Kjalarnessprófastsdæmi, rann út 9. nóvember s.l.
Auglýst var eftir sóknarpresti til þjónustu og miðað við að viðkomandi gæti hafið störf 1. desember eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að ákvörðunum um ráðningu lægi fyrir.
Kjörnefnd kaus nú í vikunni sr. Jónínu Ólafsdóttur, prest á Akranesi, til starfans og hefur starfandi biskup Íslands, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, staðfest ráðningu hennar.
Auglýst var eftir sóknarpresti til þjónustu og miðað við að viðkomandi gæti hafið störf 1. desember eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að ákvörðunum um ráðningu lægi fyrir.
Kjörnefnd kaus nú í vikunni sr. Jónínu Ólafsdóttur, prest á Akranesi, til starfans og hefur starfandi biskup Íslands, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, staðfest ráðningu hennar.
Nýi presturinn
Sr. Jónína Ólafsdóttir er fædd á Egilsstöðum 1984 og ólst upp í Þingeyjarsýslu frá fimm ára aldri. Hún lauk BA-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 2008 og mag. theol.-prófi 2017, diplómaprófi í sálgæslu 2019 og vinnur nú að lokaritgerð til MA-prófs í guðfræði á sviði kristinnar hjónabandssiðfræði.
Sr. Jónína hefur starfað sem aðstoðarmaður dr. Arnfríðar Guðmundsdóttur, prófessors. Þá hefur hún fengist við margvísleg störf í söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tólf ár.
Sr. Jónína var settur prestur í Dalvíkurprestakalli frá 1. október 2019 til 31. mars 2020. Hún var vígð 11. ágúst 2019. Hún var ráðin í febrúar á síðasta ári sem prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli í Vesturlandsprófastsdæmi.
Eiginmaður sr. Jónínu er Eggert Þ. Þórarinsson, forstöðumaður í Seðlabanka Íslands, og eiga þau tvö börn.
Sr. Jónína Ólafsdóttir er fædd á Egilsstöðum 1984 og ólst upp í Þingeyjarsýslu frá fimm ára aldri. Hún lauk BA-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 2008 og mag. theol.-prófi 2017, diplómaprófi í sálgæslu 2019 og vinnur nú að lokaritgerð til MA-prófs í guðfræði á sviði kristinnar hjónabandssiðfræði.
Sr. Jónína hefur starfað sem aðstoðarmaður dr. Arnfríðar Guðmundsdóttur, prófessors. Þá hefur hún fengist við margvísleg störf í söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tólf ár.
Sr. Jónína var settur prestur í Dalvíkurprestakalli frá 1. október 2019 til 31. mars 2020. Hún var vígð 11. ágúst 2019. Hún var ráðin í febrúar á síðasta ári sem prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli í Vesturlandsprófastsdæmi.
Eiginmaður sr. Jónínu er Eggert Þ. Þórarinsson, forstöðumaður í Seðlabanka Íslands, og eiga þau tvö börn.
Prestakallið
Í Hafnarfjarðarprestakalli er ein sókn, Hafnarfjarðarsókn með um átta þúsund sóknarbörn. Í prestakallinu er ein kirkja, Hafnarfjarðarkirkja. Kirkjan er vel staðsett í hjarta Hafnarfjarðar og er allur aðbúnaður og aðstaða til mikillar fyrirmyndar. Gróskumikið starf er unnið innan kirkjunnar og má þarf nefna barna- og unglingastarf sem hefur verið í miklum vexti undanfarin ár.