Reykholtsprestakall laust

11. febrúar 2021

Reykholtsprestakall laust

Reykholtskirkja í Borgarfirði - mynd: Guðlaugur Óskarsson

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Reykholtsprestakall, Vesturlandsprófastsdæmi. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016 og um presta nr. 1011/2011, svo og leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti frá 2017.

Prestakallið
Í Reykholtsprestakalli eru sex sóknir; Bæjarsókn, Fitjasókn, Hvanneyrarsókn, Lundarsókn, Reykholtssókn og Síðumúlasókn.

Þann 1. desember 2019 var heildarfjöldi íbúa í prestakallinu 988 talsins.

Reykholtsprestakall er í Vesturlandsprófastsdæmi, sem í eru níu prestaköll. Vísað er til þarfagreiningar  sókna prestakallsins varðandi frekari upplýsingar um starfið og starfsumhverfið.  

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu, þ.á.m. vegna umsýslu jarðarinnar Reykholts, svo og við önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Samkvæmt starfsreglum kirkjuþings um skipulag kirkjunnar í héraði, nr. 1026/2017  er prestssetur í Reykholti. Samkvæmt 11. gr. starfsreglna um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr. 950/2009 skal sóknarpresturinn eiga lögheimili á prestssetrinu og sitja prestssetrið. Samkvæmt heimild í 19. gr. sömu starfsreglna hefur kirkjuráð ákveðið að undanskilja Reykholtsjörðina þannig að prestssetrið sem fylgir prestsstarfinu er einbýlishús ásamt bifreiðageymslu á afmarkaðri lóð með landeignanúmerinu L134442.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. Starfsreglna um val og veitingu prestsembætta.

Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Kjörnefnd Reykholtsprestkalls kýs sóknarprest úr hópi umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar, sbr. fyrrgreindar starfsreglur um val og veitingu prestsembætta. 

Um starfið gilda lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, kjara- og ráðningarsamningar, siðareglur, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar. Er einkum vísað til starfsreglna um presta.

Vísað er og til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

Fyrirvari
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing er varða m.a. Reykholtsprestakall og sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Nánari upplýsingar, t.d. starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, eru hjá Þjóðkirkjunni - Biskupsstofu, s. 528 4000.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. febrúar 2021.

Sjá nánar hér.

hsh
  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls