„Við þurfum gildi og von...“

27. febrúar 2021

„Við þurfum gildi og von...“

Guðmundir Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpar rafrænt umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna

Í vikubyrjun var umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna haldið með rafrænum hætti. Þetta var fimmta þingið í röðinni og hana sóttu ráðamenn fjölmargra ríkja og fulltrúar þeirra.

Þingið er helsti vettvangur ríkja heims til að ræða umhverfismál, álykta um þau og taka ákvarðanir um hnattræna þætti. Umhverfisþingið var tvískipt að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins. Seinni hluti þess fer fram í Naíróbí í Kenía að ári en þá gefast tök á að samþykkja ályktanir og aðgerðir sem getur verið dálítið snúið að gera á fjarfundi með 193 ríkjum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti þar  ávarp  fyrir hönd Íslands.

Ráðherrann vék í lok ávarps síns að ályktun alþjóðlegu umhverfisráðstefnunnar sem stýrt var úr Skálholti dagana 5.-8. október í fyrra: Trú fyrir jörðinaHvatti hann alþjóðasamfélagið og áhrifastofnanir að leggjast á eitt og ljá ályktuninni stuðning sem og því frumkvæði sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefði tekið með því að styðja við bakið á Trú fyrir jörðina.

Úr ávarpi umhverfis- og auðlindaráðherrans
Við þurfum framsýni. Þurfum gildi og von. Skynsemi en hjörtun verða einnig að leiða okkur. Gildi okkar eru oft mótuð af trú okkar. Samfélög trúaðs fólks hafa á síðustu árum gefið meiri gaum en áður að málum sem tengjast umhverfi og sjálfbærri þróun. Ísland hýsti ásamt Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og fleirum, ráðstefnu sem haldin var síðasta haust. Yfirskrift hennar var Trú fyrir jörðina. Samtök um allan heim með kjölfestu í trú hafa rætt umhverfismál um nokkurt skeið og þessi umræða fær nú meiri hljómgrunn en áður. Ég tel að Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna geti gefið henni meiri slagkraft meðal annars með því að taka hana upp á arma sína á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2020. Ég óska eftir stuðningi ykkar til þess að það megi verða.

Guðmundur Ingi fylgdi eftir með þessum hætti yfirlýsingu umhverfisráðstefnunnar í Skálholti.

Ráðstefnan í Skálholti var fjölsótt og tókst vel. Um 500 manns tóku þátt í henni frá 60 löndum. Umræður fóru fram við milli leiðtoga og fulltrúa helstu trúarbragða heims. Guðmundi Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók einnig þátt í þeirri ráðstefnu. 

Í yfirlýsingu Skálholtsráðstefnunnar var hvatt til þess að stofnað yrði Bandalag um trú í þágu jarðar innan vébanda Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Fjallað verður efnislega um það mál á seinni hluta þingsins í Naíróbí í Kenía á næsta ári þegar kórónuveirufaraldurinn verður afstaðinn. Brýningu Guðmundar Inga má sjá og heyra hér fyrir neðan - hún er flutt á ensku og er sömuleiðis textuð á ensku - á 4.51 mínútu myndbandsins víkur hann að gildi trúar og Skálholtsráðstefnunni. Hann leggur sérstaka áherslu á það mikilvæga hlutverk sem samtök með trúarlegan bakgrunn hafa að gegna í endurheimt náttúrugæða og innleiðingu náttúruvænna lausna í þróun samfélaga.

ekh/hsh

Ávarp ráðherrans


  • Samfélag

  • Þing

  • Trúin

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls