Kirkjuþing heldur áfram
Kórónuveirufaraldurinn hefur mótað störf kirkjuþings 2020 sem sett var í september sl. Síðasti fundur var fjarfundur. Nú hafa hafa reglur um fjöldatakmörkun og nálægðarbann verið rýmkaðar eins og öllum er kunnugt um. Þess vegna hefur Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, kallað kirkjuþing saman til að halda áfram störfum sínum þar sem frá var horfið í nóvember.
Föstudaginn 12. mars verður 9. fundur kirkjuþings 2020 settur á Grand Hotel Reykjavik, kl. 10.00. Þingið stendur fram eftir laugardeginum.
Sr. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjavíkurprófastdæmi eystra, kynnir á föstudeginum drög að starfsreglum um prófasta.
Þá mun Margrét Eggertsdóttir kynna starf nefndar sem unnið hefur að endurskoðun starfsreglna um kjör til kirkjuþings, og starfsreglur um kosningu biskups Íslands sem og vígslubiskupa.
Á laugardeginum mun dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi, kynna stefnumótunarvinnu þjóðkirkjunnar.
Nokkur mál liggja eftir óafgreidd og þau eru:
4. mál. Tillaga til þingsályktunar um samskipta- og siðareglur þjóðkirkjunnar.
Flutt af biskupi Íslands. (Allsherjarnefnd).
9. mál. Tillaga að starfsreglum um breytingar á ýmsum starfsreglum kirkjuþings samkvæmt heimildum í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum. Bandormur. Flutt af forsætisnefnd (Allar nefndir).
13. mál. Tillaga til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna. Flutt af kirkjuráði. (Fjárhagsnefnd).
15. mál. Tillaga til þingsályktunar um breytingu fasteignastefnu þjóðkirkjunnar. Flutt af kirkjuráði. (Fjárhagsnefnd).
17. mál. Tillaga að starfsreglum um ráðningu í prestsstörf. Flutt af Bryndísi Möllu Elídóttur, Skúla S. Ólafssyni, Hreiðari Erni Zoëga Stefánssyni, Örnu Grétarsdóttur, Guðrúnu Karls Helgudóttur og Hildi Ingu Rúnarsdóttur. (Löggjafarnefnd).
19. mál. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016, með síðari breytingum. Flutt af forsætisnefnd (Var í bandormi) (Allar nefndir).
22. mál. Tillaga að starfsreglum um Skálholtsstað. Flutt af vígslubiskupnum í Skálholti. (Löggjafarnefnd).
25. mál. Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu þjóðkirkjunnar í málum fólks á flótta og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Flutt af biskupi Íslands. (Allsherjarnefnd).
28. mál. Tillaga til þingsályktunar um heimasíðu og aðra miðla. Flutt af Hreini S. Hákonarsyni. (Allsherjarnefnd).
34. mál. Tillaga að starfsreglum um starfskostnað vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa. Flutt af biskupi Íslands. (Fjárhagsnefnd).
Streymt verður frá fundum kirkjuþings en ekki frá kynningunum þremur.
Af fundum kirkjuþings 2020 í september
Af 7. og 8. fundi kirkjuþings 2020 í nóvember
hsh