Kirkjuþingi 2020 lokið
Kirkjuþingi 2020 lauk síðdegis í dag. Það var sett í gær við hátíðlega athöfn og hófst á tónistarflutningi þar sem Benedikt Kristjánsson, tenórsöngvari, söng við undirleik Susana Budai. Síðan leiddi sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, þingheim í bæn og að því búnu setti forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, 9. fund þingsins. Í dag var svo 10. fundur þingsins.
Þrjú mál voru kynnt sérstaklega á þinginu:
Sr. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjavíkurprófastdæmi eystra, kynnti á föstudeginum drög að starfsreglum um prófasta.
Þá kynnti Margrét Eggertsdóttir starf nefndar sem vann að endurskoðun starfsreglna um kjör til kirkjuþings, og starfsreglur um kosningu biskups Íslands sem og vígslubiskupa.
Þriðja kynningin var á dagskrá í dag en þá kynnti dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi, stefnumótunarvinnu þjóðkirkjunnar.
Þessi mál voru samþykkt
9. mál
Till. að starfsreglum um breytingar á ýmsum starfsreglum kirkjuþings - með breytingartillögu
15. mál
Till. til þingsályktunar um breytingu fasteignastefnu þjóðkirkjunnar - með breytingartillögu
19. mál
Till. að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta - með breytingartillögu
25. mál
Till. til þingsályktunar um mótun stefnu þjóðkirkjunnar í málum fólks á flótta og umsækjenda um alþjóðlega vernd
40. mál
Till. að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir kirkjunnar
41. mál
Till.til þingsályktunar um ársreikninga kirkjumálasjóðs 2019 og Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu 2020.
42. mál
Till. til þingsályktunar um skipun starfskostnaðarnefndar kirkjuþings vegna prests- og prófastsþjónustu
43. mál
Till. að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta
44. mál
Till að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings
45. mál
Till. að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um starfskostnað vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa
46. mál
Till. til þingsályktunar um frekari stefnumótun þjóðkirkjunnar
47. mál
Till. til þingsályktunar um breytingu á heiti Fjölskylduþjónustu kirkjunnar
48. mál
Till. að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um Fjölskylduþjónustu kirkjunnar
49. mál
Till. til þingsályktunar um innra eftirlit og áhættugreiningu
Dregið til baka
28. mál
Till. til þingsályktunar um heimasíðu og aðra miðla
34. mál
Till. að starfsreglum um starfskostnað vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa
Óafgreidd mál og komu ekki til umræðu að þessu sinni – bíða næsta þings
4. mál
Till. til þingsályktunar um samskipta- og siðareglur þjóðkirkjunnar
13. mál
Till. til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna
17. mál
Till. að starfsreglum um ráðningu í prestsstörf
22. mál
Till. að starfsreglum um Skálholtsstað
Kirkjuþing skipaði í kjölfar samþykktar 42. máls þriggja manna nefnd til að endurskoða starfsreglur um starfskostnað vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa. Einar Már Sigurðarson, var kjörinn formaður, og með honum í nefndinni eru þau Anna Guðrún Sigurvinsdóttir og sr. Gísli Jónasson.
Forseti kirkjuþings sleit kirkjuþingi 2020 um kl. 16.00 og biskup flutti að því búnu fararblessun.
hsh