Svipmyndir frá kirkjuþingi
Í gær lauk 60. kirkjuþinginu, kirkjuþingi 2020, en það var haldið í Grand Hotel Reykjavik. Mörg mál voru á dagskrá og þau afgreidd. Ekki tókst þó að ljúka öllum málum og bíða þau til kirkjuþings 2021, sem haldið verður í haust.
Gögn þingsins eru í rafrænu formi og því umhverfisvænt. Streymt var frá þinginu.
Um framvindu einstakra mála að þessu sinni má sjá hér. Gerðir kirkjuþings er svo hægt að lesa á vef kirkjunnar.
Á kirkjuþingi sitja tólf vígðir einstaklingar og leikmenn eru sautján, samtals 29 fulltrúar. Forseti kirkjuþings er Drífa Hjartardóttir. Eins og á mörgum þingum þá fara störf þess einkum fram í nefndum sem og í almennum umræðum.
Nefndir kirkjuþings eru fjórar: kjörbréfanefnd, allsherjarnefnd, fjárhagsnefnd og löggjafarnefnd.
Starfsfólk kirkjuþings kemur frá Biskupsstofu og gegnir lykilhlutverki í starfsemi þingsins.
Einn kirkjuþingsmanna, Árný Hallfríður Herbertsdóttir, tók þátt í þinginu gegnum fjarfundabúnað.
Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá störfum kirkjuþingsins. Sjón er sögu ríkari.
hsh
Hægt var að fylgjast með störfum þingsins í streymi - fundir kirkjuþings fara fram í heyranda hjóði nema þingið ákveði annað.
Benedikt Kristjánsson söng við undirleik Susana Budai
Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, leiddi þingheim í upphafsbæn
Forseti þingsins er Drífa Hjartardóttir
Tæknimálin verða að vera í lagi - Hermann Björn Erlingsson sér um þau
Þingfundir fóru fram í góðum sal og gætt var að sóttvörnum
Berglind Hönnudóttir er fulltrúi kirkjuþings unga fólksins á þinginu
Guðmundur Þór Guðmundsson í ræðustól
Svana Helen Björnsdóttir, kirkjuráðsmaður, í ræðustól
Einar Már Sigurðarson og sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir
Gögn þingsins eru rafræn - en pappírinn er líka nauðsynlegur
Sr. Gunnlaugur Garðarsson, Kolbrún Baldursdóttir, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Jónsson
Anna Guðrún Sigurvinsdóttir og dr. Skúli Sigurður Ólafsson
Guðlaugur Óskarsson og Margrét Eggertsdóttir
Snúðar með kaffinu
Dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson fór yfir stefnumótunardrög fyrir þjóðkirkjuna
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup
Séð yfir fundarsalinn
Sr. Gísli Gunnarsson, Steindór R. Haraldsson, dr. Hjalti Hugason, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og sr. Bryndís Malla Elídóttir
Sr. Gísli Jónasson í ræðustól - hann er formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings
Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, fór með morgunbæn áður en 10. fundur þingsins hófst
Hádegismaturinn á sunnudeginum var ljúffengur
Forseti kirkjuþings fundaði með fjárhagsnefnd, fremst sr. Gunnlaugur Garðasson, þá Drífa Hjartardóttir, og sr. Gísli Jónasson
Fundur í fjárhagsnefnd - settur fjármálastjóri kom á fundinn, Ásdís Clausen. Frá vinstri: Jóna Finnsdóttir, ritari nefndarinnar, Drífa Hjartardóttir, sr. Gísli Jónasson, Svana Helen Björnsdóttir, Ásdís Clausen, og Hermann Ragnar Jónsson
Stefán Magnússon, kirkjuráðsmaður, í ræðustól
Anný Ingimarsdóttir í ræðustól
Steindór R. Haraldsson, formaður löggjafanefndar kirkjuþings, í ræðustól
Löggjafanefnd að störfum. Frá vinstri: Sr. Arna Grétarsdóttir, Steindór R. Haraldsson, formaður, Stefán Magnússon, Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson, Ragnhildur Benediktsdóttir, ritari nefndarinnar, sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, sr. Axel Árnason Njarðvík, sr. Bryndís Malla Elídóttir, Anna Guðrún Sigurvinsdóttir
Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, sleit svo 60. kirkjuþinginu laust fyrir kl. 16.00
Myndir: hsh