4. maí 2021
Laust starf
Landspítali - mynd: Lsp - FacebookKirkjan.is vill vekja athygli á þessari auglýsingu frá Landspítala-Háskólasjúkrahúsi:
Prestur eða djákni með sérhæft nám í sálgæslu (CPE) eða sambærilegt nám, óskast á Landspítala. Starfshlutfall er 80% og veitist starfið frá 1. september 2021 eða eftir samkomulagi.
Sjúkrahúsprestar og sjúkrahúsdjáknar á Landspítala sinna m.a. sálgæslu og helgihaldi og starfa í samvinnu og teymum með öðrum heilbrigðisstarfsmönnum að velferð sjúklinga og aðstandenda þeirra. Markmið sálgæslunnar er að liðsinna þeim sem glíma við sárar tilfinningar og erfiðar tilvistarspurningar tengdar veikindum og alvarlegum áföllum.
Prestur eða djákni með sérhæft nám í sálgæslu (CPE) eða sambærilegt nám, óskast á Landspítala. Starfshlutfall er 80% og veitist starfið frá 1. september 2021 eða eftir samkomulagi.
Sjúkrahúsprestar og sjúkrahúsdjáknar á Landspítala sinna m.a. sálgæslu og helgihaldi og starfa í samvinnu og teymum með öðrum heilbrigðisstarfsmönnum að velferð sjúklinga og aðstandenda þeirra. Markmið sálgæslunnar er að liðsinna þeim sem glíma við sárar tilfinningar og erfiðar tilvistarspurningar tengdar veikindum og alvarlegum áföllum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Störf við deild sálgæslu presta og djákna á Landspítala. Starfsvettvangur viðkomandi er þjónusta við deildir spítalans. Sálgæslan sinnir öllum sviðum spítalans og ganga starfsmenn hennar bakvaktir á öllum deildum.
Störf við deild sálgæslu presta og djákna á Landspítala. Starfsvettvangur viðkomandi er þjónusta við deildir spítalans. Sálgæslan sinnir öllum sviðum spítalans og ganga starfsmenn hennar bakvaktir á öllum deildum.
Hæfnikröfur
Framhaldsmenntun í sérhæfðri sálgæslu (CPE) eða sambærileg menntun Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar Rík þjónustulund og jákvætt viðmót Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Fræðagarður hafa gert. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Framhaldsmenntun í sérhæfðri sálgæslu (CPE) eða sambærileg menntun Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar Rík þjónustulund og jákvætt viðmót Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Fræðagarður hafa gert. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi (ef við á) auk kynningarbréfs.
Ráðning byggir meðal annars á innsendum gögnum og viðtölum.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2021.
Nánari upplýsingar veitir:
Rósa Kristjánsdóttir, rosakris@landspitali.is, s. 824 5081
Sálgæsla presta og djákna
Hringbraut
101 Reykjavík