Erlend frétt: Tímamót

9. maí 2021

Erlend frétt: Tímamót

Anna-Nicole Heinrich, nýi þingforsetinn er aðeins 25 ára - Mynd: EKD

Á kirkjuþingi þýsku mótmælendakirkjunnar (EKD) var í gær kosinn nýr forseti. Telst það til tíðinda einkum fyrir þær sakir að fyrir valinu varð 25 ára háskólanemi, Anna-Nicole Heinrich, yngsti þingforseti í 25 ára sögu þingsins. Leggur hún stund á meistaranám í heimspeki og stafrænum hugvísindum. Var hún kjörin með 75 af 126 greiddum atkvæðum. Hún tók við af Irmgard Scwhaetzer, fv. þingkonu, sem hefur gegnt embættinu frá 2013 og er 54 árum eldri en eftirmaður hennar.

Nýi þingforsetinn, Anna-Nicole Heinrich, hefur verið áberandi í störfum þýska kirkjuþingsins undanfarin ár, fyrst sem fulltrúi ungs fólks á þinginu. Hún tekur við embættinu á flóknum tímum. Meðlimum í kirkjunni fækkar sífellt. Ef fram heldur sem horfir mun meðlimafjöldi kirkjunnar hafa minnkað um helming árið 2060 sem þýðir auðvitað gjörbreytingu á starfsumhverfi kirkjunnar.

Á Heinrich er engan bilbug að finna:
„Sem forseti kirkjuþings þýsku mótmælendakirkjunnar stend ég fyrir vonarríka, opna og raunsæja kirkju.“

Samkvæmt þýska ríkisfjölmiðlinum ARD hefur hinn nýkjörni þingforseti lagt áherslu á að mótmælendakirkjan bjóði upp á heimkynni fyrir „trúarlega heimilislaust“ fólk og að það felist ekki endilega í tæknivæðingu, uppfærslu á guðsþjónustuforminu eða „töff“ predikunum né sé það spurning um aldur. Slík kirkja dragi sig ekki inni í skelina, staðni ekki í hefðum, einangri sig ekki heldur bjóði upp á samfélag og samhengi fyrir fólk af ólíkum toga. Sjálf kemur Heinrich úr fjölskyldu sem ekki er kristin en í kirkjustarfinu hafi hún kynnst safnaðarlífi sem heillaði hana og kallaði til verka.

Sjá nánar: EKD – Evangelische Kirche in Deutschland.

EKD/hsh
  • Frétt

  • Kosningar

  • Menning

  • Samfélag

  • Erlend frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls