Djákni við Keflavíkurkirkju

18. maí 2021

Djákni við Keflavíkurkirkju

Keflavíkurkirkja - mynd: hsh

Laus er til umsóknar 50% staða djákna við Keflavíkurkirkju, Kjalarnesprófastsdæmi.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Djákni starfar skv. starfsreglum þjóðkirkjunnar um djákna nr. 738/1998.  

Starfssvið og verkefni 

Djákni starfar á sviði fræðslu- og kærleiksþjónustu við Keflavíkurkirkju.
Djákni sinnir sálgæslu í söfnuðinum í samvinnu við presta safnaðarins
Djákni tekur þátt í barna- og æskulýðsstarfi safnaðarins í samstarfi við presta prestakallsins.
Djákni hefur umsjón með starfi meðal aldraðra og annarra í sókninni og sinnir heimsóknarþjónustu í söfnuðinum í samstarfi við presta prestakallsins og sjálfboðastarf á þeim vettvangi.
Djákni hefur umsjón með ýmisskonar hópastarfi sem fram fer í Keflavíkurkirkju.
Djákni hefur umsjón með starfi sjálfboðaliða í Keflavíkurkirkju.
Djákni sinnir helgihaldi safnaðarins ásamt prestum.
Þekking og hæfni

B.A.-gráða eða sambærileg menntun í djáknanámi.
Viðkomandi þarf að hafa lokið starfsþjálfun kirkjunnar.
Framhaldsmenntun í sálgæslu.
Reynsla af kirkjustarfi er æskileg.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt skipulagsfærni.
Sveigjanleiki til að taka að sér tilfallandi verkefni innan starfssviðsins.

Umsækjendur skulu gera skriflega grein fyrir starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsókn ber að fylgja staðfesting á því að viðkomandi hafi lokið tilskyldum prófum, sem og tilskylinni starfsþjálfun. Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun eftir atvikum.

Um launakjör vísast til kjarasamnings Fræðagarðs, BHM.

Frekari upplýsingar um starfið veita séra Erla Guðmundsdóttir, erla@keflavikurkirkja.is; sími 849 2194, sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli eða séra Fritz Már Jörgensson prestur í Keflavíkurpestakalli, fritz@keflavikurkirkja.is; sími 888 4321.

Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 1. júní 2021.

Sækja ber rafrænt um starfið hér og leggja fram tilskilin fylgigögn á rafrænu formi ásamt öðrum þeim gögnum er umsækjandi kann að vilja leggja fram.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

hsh


  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Starf

  • Umsókn

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls