21. maí 2021
Góðar gjafir
Nýju messuklæðin - mynd: Steinunn Anna BaldvinsdóttirKirkjur eiga sér marga velunnara sem hafa fært þeim ómetanlega gjafir sem sýna hlýhug og þakklæti.
Seljakirkju barst fyrir nokkru góð og höfðingleg gjöf og var það annars vegar hökull og tvær stólur í sama stíl.
Nýi hökullinn í Seljakirkju - og stóla - mynd: Steinunn Anna Baldvinsdóttir.
Seljakirkju barst fyrir nokkru góð og höfðingleg gjöf og var það annars vegar hökull og tvær stólur í sama stíl.
Hvað er hökull?
Er með elstu messuklæðum og að uppruna til rómversk yfirhöfn. Hökull táknar skikkju Krists. Hökul á ekki að nota við aðrar athafnir en messuna. Samkvæmt hefð skrýðist prestur hökli í upphafi messunnar og afskrýðist honum undir sálminum fyrir prédikun. Fari altarisganga fram skrýðist prestur höklinum aftur eftir prédikun annars ekki. (Embættisgjörð – guðfræði þjónustunnar í sögu og samtíð, Einar Sigurbjörnsson, R. 1996, bls. 160 og 162.)
Er með elstu messuklæðum og að uppruna til rómversk yfirhöfn. Hökull táknar skikkju Krists. Hökul á ekki að nota við aðrar athafnir en messuna. Samkvæmt hefð skrýðist prestur hökli í upphafi messunnar og afskrýðist honum undir sálminum fyrir prédikun. Fari altarisganga fram skrýðist prestur höklinum aftur eftir prédikun annars ekki. (Embættisgjörð – guðfræði þjónustunnar í sögu og samtíð, Einar Sigurbjörnsson, R. 1996, bls. 160 og 162.)
Hvað er stóla?
Hún er tákn fyrir ok Krists og algeng er löng stóla og mjór efnisrenningur; til eru líka stuttar stólur og breiðari. Stóla er lögð á axlir prestsins eða djáknans og sídd nemur vel fyrir ofan fald hempu eða ölbu. (Embættisgjörð – guðfræði þjónustunnar í sögu og samtíð, R. 1996, Einar Sigurbjörnsson, bls. 160 og 161.)
Hún er tákn fyrir ok Krists og algeng er löng stóla og mjór efnisrenningur; til eru líka stuttar stólur og breiðari. Stóla er lögð á axlir prestsins eða djáknans og sídd nemur vel fyrir ofan fald hempu eða ölbu. (Embættisgjörð – guðfræði þjónustunnar í sögu og samtíð, R. 1996, Einar Sigurbjörnsson, bls. 160 og 161.)
Það var Margrét Björk Andrésdóttir sem færði Seljakirkju þessa ágætu og fallegu gjöf til minningar um eiginmann sinn, Aðalstein Viðar Júlíusson (1944-2020), sem var virkur í starfi kirkjunnar og sat síðustu æviárin í sóknarnefnd Seljasóknar en hann lést þann 3. mars árið 2020, degi fyrir 76 ára afmælið sitt.
Á hvítasunnudag, 23. maí, verða þessi messuklæði tekin í notkun og helguð, í hátíðarguðsþjónustu sem hefst kl. 13.00.
Rauður er litur blóðs og elds
Hökullinn er rauður að lit ísaumaður gylltum þræði. Bæði að framan og aftan er gylltur kross og undir er eldur, sem er eitt af táknum heilags anda og návistar Guðs. Litur hvítasunnunnar er rauður, stendur fyrir kraft heilags andans eins og honum er lýst í Postulasögunni 2.1-4. Á stólunum er tákn dúfunnar sem er einnig tákn hins heilaga anda.
Hökullinn er rauður að lit ísaumaður gylltum þræði. Bæði að framan og aftan er gylltur kross og undir er eldur, sem er eitt af táknum heilags anda og návistar Guðs. Litur hvítasunnunnar er rauður, stendur fyrir kraft heilags andans eins og honum er lýst í Postulasögunni 2.1-4. Á stólunum er tákn dúfunnar sem er einnig tákn hins heilaga anda.
Messuklæðin eru saumuð í Belgíu hjá hinu kunna fyrirtæki Slabbinck en það hefur fengist við messuklæðagerð frá því 1903.
hsh
Nýi hökullinn í Seljakirkju - og stóla - mynd: Steinunn Anna Baldvinsdóttir.