Græna leiðin

25. maí 2021

Græna leiðin

Viðurkenningin afhent. Frá vinstri: Axel Njarðvík, kirkjuráðsmaður, sr. Stefanía Steinsdóttir, sr. Halldór Reynisson, verkefnastjóri umhverfismála þjóðkirkjunnar, og sr. Sindri Geir Óskarsson.

Sumarið vekur alla til vitundar um umhverfið og áhrif þess á mannfólkið. Kannski þarf ekki að spyrja um áhrif fólks á umhverfið – þau eru öllum ljós.

En sumarið, fallegt og langþráð, og umhverfið minnir á umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar. Og grænu kirkjuna, grænu leiðina.

Til að hljóta viðurkenninguna kirkja á grænni leið þurfa söfnuðir að uppfylla a.m.k. átta atriði af fjörutíu á gátlista umhverfisstarfs þjóðkirkjunnar sem ber heitið Græni söfnuðurinn okkar.

Fyrir nokkru tóku prestar Glerárkirkju við viðurkenningu frá umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar en söfnuðurinn er nú kominn á græna leið.

Hvað þýðir það?

Viðkomandi söfnuður þarf að tileinka sér umhverfsstefnu þjóðkirjkunnar. Söfnuðurinn þarf að spyrja sig hvar hann geti komið að umhverfisvænum innkaupum í öllum rekstri sínum. Þetta nær líka til alls starfsins í kirkjunum, boðunar og fræðslu. Með því móti getur söfnuðurinn gengið í takt við samfélag sitt.

Hvað er grænn söfnuðu?

Það eru 263 sóknir (söfnuðir) í landinu og þær eru misfjölmennar.

Nú hafa 15 sóknir hafið hina grænu vegferð og tvær þeirra eru komnar í mark, eru græn kirkja. Enn er augljóslega langt í land og nú verða sóknir að taka sig á. Að auki er Biskupsstofa á grænni leið, ein af starfsstöðvum kirkjunnar, eins og sagt er.

Þessar sóknir hafa náð í mark: Árbæjarsókn og Grafarvogssókn.

Þessar eru á grænni leið:

Bessastaðasókn
Breiðholtssókn
Digranessókn
Glerársókn
Hallgrímssókn
Háteigssókn
Hjallasókn
Keflavíkursókn
Kópavogssókn
Langholtssókn
Lágafellssókn
Nessókn
Kópavogssókn
Selfosssókn
Vídalínssókn

Biskupsstofa.

Kirkjuþing og umhverfismálin

Lýsa ber yfir viðbragðsástandi í loftslagsmálum
Orkuskipti í samgöngumálum á vegum starfsfólks kirkjunnar
Umhirða jarða þjóðkirkjunnar

hsh

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Umhverfismál

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls