Þau sóttu um

26. maí 2021

Þau sóttu um

Akraneskirkja

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Garða- og Saurbæjarprestkalli, Vesturlandsprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur rann út í gær á miðnætti.

Alls sóttu ellefu um og tveir umsækjenda óskuðu nafnleyndar: 

Árni Þór Þórsson, guðfræðingur
Edda Hlíf Hlífarsdóttir, guðfræðingur
Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur
Helga Bragadóttir, guðfræðingur
Hilmir Kolbeins, guðfræðingur
Hjördís Perla Rafnsdóttir, guðfræðingur
Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir
Þorgeir Albert Elíeserson, guðfræðingur
Sr. Ursula Árnadóttir

Í auglýsingunni kom fram að miðað væri við að viðkomandi gæti hafið störf þann 1. ágúst næstkomandi. 

Prestakallið

Garða- og Saurbæjarprestakall samanstendur af fjórum sóknum, Akranessókn með um 7.800 íbúa, Saurbæjarsókn á Hvalfjarðarströnd með rúmlega 140 íbúa, Leirársókn með rúmlega 300 íbúa og Innra-Hólmssókn með rúmlega 150 íbúa. Fjórar kirkjur eru í prestakallinu, Akraneskirkja, Hallgrímskirkja í Saurbæ, Leirárkirkja og Innra- Hólmskirkja.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf og starfslok.

Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Kjörnefnd Garða- og Saurbæjarprestakalls kýs prest úr hópi umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar.

Fyrirvari

Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

hsh

 


  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Starf

  • Umsókn

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls