Ný lög um þjóðkirkjuna

13. júní 2021

Ný lög um þjóðkirkjuna

Ný þjóðkirkjulög samþykkt rétt eftir miðnætti - skjáskot: hsh

Segja má að kirkjusöguleg tímamót hafi orðið eftir miðnætti þegar frumvarp til þjóðkirkjulaga var samþykkt.

Margar breytingar munu líklega fylgja á skipulagi kirkjunnar í kjölfar þeirra. Mestu munar um að nú hefur staða kirkjuþings verið efld til muna með því að það hefur fengið fjárstjórnarvald í hendurnar en í 7. grein laganna má lesa: 

Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar, þar með talið fjárstjórnarvald, nema lög kveði á um annað. Kirkjuþing markar stefnu þjóðkirkjunnar í sameiginlegum málefnum hennar, öðrum en þeim sem lúta að kenningu hennar.

Strax í fjórðu grein laganna stendur: 

Þjóðkirkjan skal í starfsháttum sínum halda í heiðri grundvallarreglur jafnræðis og lýðræðis.

Nú bíður kirkjuþings að setja ýmsar reglur á grundvelli hinna nýju laga. Umboð þessa kirkjuþings rennur út á næsta ári. Víst er að næstu kirkjuþing munu hafa margt að starfa.

Nýju lögin gefa kirkjuþingi og öllu kirkjufólki tækifæri til að skoða kirkjuna og skipulag hennar í ljósi nýrra laga og á grundvelli lýðræðis og jafnræðis.

Nefndarálit meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar var samþykkt. Þar er meðal annars vitnað til þess að eitt markmiða viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar hafi verið að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum. Þess vegna eru prestar og starfsfólk biskupsstofu ekki lengur ríkisstarfsmenn. Einnig var fellt brott ákvæði stjórnsýslulaga um málsmeðferð í kirkjuráði og hjá öðrum kirkjulegum stjórnvöldum en nefndin segir:

Við meðferð málsins komu fram sjónarmið um að vegna stærðar þjóðkirkjunnar, umfangs og stöðu hennar sé mikilvægt að hún hagi stjórnar- og starfsháttum sínum í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Taka ætti fram að kirkjan starfi samkvæmt stjórnsýslulögum og jafnframt upplýsingalögum. .... Meiri hlutinn telur þó ekkert því til fyrirstöðu að þjóðkirkjan hafi hliðsjón af meginreglum almennrar stjórnsýslu þó svo að málsmeðferð á kirkjulegum vettvangi lúti ekki lengur reglum stjórnsýslulaga.

Breytingartillaga frá Birgi Þórarinssyni var felld.

Þegar hin nýju lög taka gildi falla út lögin um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997.

hsh

 


Atkvæði féllu svo: 45 samþykktu frumvarpið, sex voru á móti, einn greiddi ekki atkvæði, 11 fjarverandi

 


Hér má sjá atkvæðagreiðsluna á 00.01 mínútu - snör handtök


  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Þing

  • Frétt

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls