Ný lög um þjóðkirkjuna
Segja má að kirkjusöguleg tímamót hafi orðið eftir miðnætti þegar frumvarp til þjóðkirkjulaga var samþykkt.
Margar breytingar munu líklega fylgja á skipulagi kirkjunnar í kjölfar þeirra. Mestu munar um að nú hefur staða kirkjuþings verið efld til muna með því að það hefur fengið fjárstjórnarvald í hendurnar en í 7. grein laganna má lesa:
Strax í fjórðu grein laganna stendur:
Nú bíður kirkjuþings að setja ýmsar reglur á grundvelli hinna nýju laga. Umboð þessa kirkjuþings rennur út á næsta ári. Víst er að næstu kirkjuþing munu hafa margt að starfa.
Nýju lögin gefa kirkjuþingi og öllu kirkjufólki tækifæri til að skoða kirkjuna og skipulag hennar í ljósi nýrra laga og á grundvelli lýðræðis og jafnræðis.
Nefndarálit meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar var samþykkt. Þar er meðal annars vitnað til þess að eitt markmiða viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar hafi verið að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum. Þess vegna eru prestar og starfsfólk biskupsstofu ekki lengur ríkisstarfsmenn. Einnig var fellt brott ákvæði stjórnsýslulaga um málsmeðferð í kirkjuráði og hjá öðrum kirkjulegum stjórnvöldum en nefndin segir:
Breytingartillaga frá Birgi Þórarinssyni var felld.
Þegar hin nýju lög taka gildi falla út lögin um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997.
hsh
Atkvæði féllu svo: 45 samþykktu frumvarpið, sex voru á móti, einn greiddi ekki atkvæði, 11 fjarverandi
Hér má sjá atkvæðagreiðsluna á 00.01 mínútu - snör handtök