Laust prestsstarf í Fossvogsprestakalli

16. júní 2021

Laust prestsstarf í Fossvogsprestakalli

Bústaðakirkja í Fossvogsprestakalli - mynd: hsh

Biskup Íslands óskar eftir presti til þjónustu í Fossvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Miðað er við að viðkomandi hefji störf þann 1. september næstkomandi.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um ráðningu í prestsstörf og starfslok  nr. 144/2016, sbr. starfsrgl. 386/2021, og um presta nr. 1110/2011, og ennfremur leiðbeinandi reglna biskups Íslands  fyrir umsækjendur um laus prestsembætti frá 2017.

Prestakallið
Fossvogsprestakall er myndað af tveimur sóknum, Bústaða- og Grensássókn. Í prestakallinu búa um 14.800 einstaklingar og tilheyra um 62% þeirra þjóðkirkjunni og skiptist u.þ.b. jafnt á milli sóknanna. Tvær kirkjur eru í prestakallinu, Bústaðakirkja og Grensáskirkja með myndarlegum safnaðarheimilum sem bjóða upp á góða starfsaðstöðu fyrir presta, starfsfólk og söfnuðinn.

Við prestakallið þjóna þrír prestar ásamt tveimur djáknum, organistum, kirkjukórum, messuþjónum og framkvæmdastjóra sem starfar með báðum kirkjum.

Einstaklingurinn verður einn þriggja presta sem munu skipta hlutverki sóknarprests á milli sín og er miðað við að skipt verði á tveggja ára fresti. Sá sem auglýst er eftir nú mun leiða starfið fyrstu tvö árin og þá verður skipt, eftir nánara skipulagi sem unnið er í samráði við prófast. Presturinn mun hafa aðstöðu í Bústaðakirkju.

Vísað er til þarfagreiningar fyrir prestakallið varðandi frekari upplýsingar um starfið og starfsumhverfið. Auglýsing um starfið og þarfagreining er birt á vef kirkjunnar, www.kirkjan.is  undir laus störf.

Starfinu geta fylgt viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. framangreindra starfsreglna um ráðningu í prestsstörf og starfslok. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Kjörnefnd Fossvogsprestakalls kýs prest úr hópi umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar, sbr. fyrrgreindar starfsreglur um ráðningu í prestsstörf og starfslok.

Um starfið gilda til 30. júní 2021 lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, en frá 1. júlí 2021 nýsamþykkt lög um þjóðkirkjuna, kjara- og ráðningarsamningar, siðareglur, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Er einkum vísað til starfsreglna um presta.

Fyrirvari
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

Vakin er athygli á því að hafi umsækjandi ekki óskað nafnleyndar verður nafn hans sem umsækjanda um starfið birt á vef kirkjunnar www.kirkjan.is að liðnum umsóknarfresti.

Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, settur prófastur við ráðningarferli þetta, veitir nánari upplýsingar um umfang og eðli starfsins í síma 487 6585 eða á netfangið halldorath@kirkjan.is.

Einnig er hægt að leita nánari upplýsinga, t.d. hvað snertir starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, hjá Þjóðkirkjunni - Biskupsstofu, s. 528 4000, eða á netfangið mannaudur@biskup.is.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 29. júní 2021.

hsh


  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Starf

  • Umsókn

  • Auglýsing

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls