26. júní 2021
Vatnaskil í baráttu
Innsigli biskups Íslands - á biskupsstól í Dómkirkjunni í Reykjavík - mynd: hsh
Í tilefni nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra sem gengur í gildi á morgun hefur starfandi biskup Íslands, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, skrifað prestum, djáknum, organistum, sóknarnefndum og útfararstjórum, bréf, þar sem meðal annars er fagnað afléttingu allra samkomutakmarkana. Þetta muni hafa mikil áhrif á alla starfsemi kirkjunnar.
Sr. Solveig Lára segir meðal annars í bréfinu að frá og með deginum í dag sé:
...því ekki lengur þörf fyrir skráningu þátttakenda í viðburðum, ekki þarf að gæta að skilyrðum um eins eða tveggja metra nándarmörk og grímuskylda hefur verið afnumin.
Altarisgöngur eru því heimilar með frjálsri aðferð.
Þrátt fyrir þetta er vakin athygli á mikilvægi persónulegra og almennra sóttvarna við allt helgihald.
hsh